Mygla fannst undir gervigrasinu í nýju íþróttahúsi Garðbæinga Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 13:32 Fjölnota íþróttahöllin Miðgarður var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Garðabær Mygla hefur fundist í gúmmíundirlagi undir gervigrasinu í Miðgarði, nýrri knattspyrnuhöll Garðbæinga, sem opnuð var fyrr á árinu. Gert er ráð fyrir að fletta þurfi upp gervigrasinu og skipta um gúmmíundirlag þó að enn liggi ekki fyrir tímasetningar hvað það varðar. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið. Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í morgun. Þar kom fram að líklegt þyki að sveppurinn hafi borist inn í húsið með leysingarvatni í mars síðastliðinn þegar mikið vatn flæddi inn í höllina. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafi verið upplýstir um málið, en að enn sé beðið eftir frekari niðurstöðum um umfang vandans. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Arnar Almar segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórnin sé að bregðast við í málinu og vilji tryggja öryggi og heilbrigði þeirra sem nýta húsið. „Við teljum okkur vera að gera það með þessum ráðstöfunum. Svo er vinna við verkefni að gera þær umbætur sem þarf í húsinu. Það er það sem við sitjum nú yfir og erum að afla okkur gagna um.“ Hann segir líkur á að fjarlægja þurfi allt gúmmíundirlagið þó að það sé enn ekki komið á hreint. „Við erum að bíða eftir frekari gögnum og ég hugsa að það teljist í fáeinum vikum þar til að við vitum meira. Þá ættum við að geta skýrt betur frá því hvernig aðgerðaplanið verður. Á meðan er þessi áhersla á sótthreinsun og mælingar til að tryggja að allt sé innan þeirra marka sem eru sett. Eins og staðan er í dag þá er staðan í húsinu vel innan þeirra marka sem sett eru um loftgæði,“ segir bæjarstjórinn. Regluleg sótthreinsun Í fundargerðinni segir að samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verði jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. „Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun. Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt,“ segir í fundargerðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Almars um málið.
Garðabær Íþróttir barna Mygla Stjarnan Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira