Munt þú brotna? Guðni Arnar Guðnason skrifar 20. október 2022 07:00 „Bein eru leiðinleg”, sagði góður starfsbróðir eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða beinþynningu, einn fjölmargra sjúkdóma sem við innkirtlalæknar fáumst við. Ég var honum að mörgu leyti sammála, enda hafði ég þá ekki kynnt mér beinþynningu eða beinasjúkdóma almennt mjög ítarlega. Nú mörgum árum síðar tel ég beinþynningu sérlega áhugaverðan sjúkdóm og jafnvel eitt af stærri lýðheilsuvandamálum samtímans. En hvers vegna er tilefni einmitt nú að velta vöngum yfir beinþynningu frekar en mörgum öðrum brýnum heilsufarsvandamálum? Í dag, 20. október, er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Af því tilefni er vert að velta upp mjög algengu vandamáli sem oft á tíðum hefur verið vangreint og lítið rætt. Beinin eru undirstaða stoðkerfisins og líkamans alls. Sterk bein eru því að mörgu leyti undirstaðan sem við byggjum heilsu okkar á. Beinþynning er sjúkdómur sem helst leggst á fólk eftir fimmtugt og veldur beintapi umfram beinnýmyndun sem gerir beinin líklegri til að brotna undan álagi. Eins og á hinum Norðurlöndunum er beinþynning algeng á Íslandi samanborið við flest önnur lönd. Um ein af hverjum tveimur til þremur konum fær beinþynningarbrot einhvern tímann á ævinni og um einn af hverjum fimm körlum. Algengi beinþynningar eftir fimmtugt er um 21% meðal kvenna en rúmlega 6% hjá körlum. Algengustu beinþynningarbrotin eru mjaðmarbrot, framhandleggsbrot og brot á hryggjarliðum, kölluð samfallsbrot. Samanlögð ævilöng áhætta á þessum þremur brotum er um 40%, álíka og algengi kransæðasjúkdóma. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir 3-4 þúsund beinþynningar brotum á Íslandi á ári. Því miður er beinþynning bæði vangreind og mjög kostnaðarsöm í meðferð, eftir að brot á sér stað. Álitið er að aðeins eitt af hverjum þremur samfallsbrotum í hrygg greinist. Um 71% kvenna með beinþynningu fá ekki meðferð. Jafnvel þó beinþynningarbrot sjáist (oft fyrir tilviljun) á röntgenmynd af hrygg er býsna algengt að viðeigandi meðferð við beinþynningu sé ekki hafin. Afleiðingar beinþynningarbrota eru þó ekki aðeins verkir og fjarvera frá vinnu eða félagslífi heldur oft einnig viðvarandi færniskerðing, ótímabær flutningur á hjúkrunarheimili eða jafnvel dauði. Eftir hvert beinþynningarbrot aukast verulega líkur á öðru broti. Mjaðmarbrot þarfnast skurðaðgerðar og eru ásamt samfallsbrotum á hrygg bæði dýr í meðferð og umönnun og valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið með oft langri sjúkrahúslegu og jafnvel endurhæfingu. Árið 2019 var beinn kostnaður við beinþynningarbrot í Evrulöndunum 27 auk Sviss og Bretlands metinn vera 57 milljarðar evra, eða ríflega átta þúsund milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar var kostnaður af mati og lyfjameðferð við beinþynningu einungis 1,6 milljarður evra. Beinþynning er oftast frumkomin, þ.e. án þess að undirliggjandi sjúkdómur sé til staðar. Beintap byrjar gjarnan hjá konum eftir breytingaskeið en gerist að jafnaði um 10 árum síðar hjá körlum. Í sumum tilvikum valda ákveðnir sjúkdómar eða lyf beinþynningu, til dæmis testósterónskortur hjá körlum, ofvirkur skjaldkirtill, liðagigt eða langvarandi meðferð með bólgueyðandi sterum. Eins virðist beinþynning oft liggja í ættum. Greining á beinþynningu er einföld myndgreiningarrannsókn sem tekur nokkrar mínútur. Á Íslandi er nú ágætt aðgengi að beinþéttni mælitækjum, en tvö tæki eru staðsett á göngudeild innkirtla á Landspítalanum þar sem sjálfvirkt svar fæst oftast samstundis. Fleiri tæki eru á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri. Á svæðum þar sem aðgengi að beinþéttnimælingu er ekki eins gott má í sumum tilvikum notast við reiknivél (FRAX) sem er einnig stöðluð fyrir Ísland. Ef áhætta á beinþynningarbroti er þar metin lág þarf jafnvel ekki að fá beinþéttnimælingu í framhaldinu. Lyfjameðferð við beinþynningu minnkar líkurnar á beinþynningarbroti í hrygg frá um 56% og upp yfir 70% eftir því hvaða lyf er notað. Árangur lyfjanna til að koma í veg fyrir brot í mjöðm og framhandlegg er þó ekki eins góður þar sem þá á sér stað fall sem lyfið eðlilega getur ekki komið í veg fyrir. Í þessu samhengi skipta byltuvarnir og sjúkraþjálfun einnig miklu máli til að draga úr líkum á byltum og aukinni áhættu á brotum. Ný og að því er virðast enn öflugri lyf við alvarlegri beinþynningu hafa verið þróuð og verða vonandi einnig aðgengileg á Íslandi innan skamms. En eru bein og beinþynning leiðinleg? Ef ég ætti þetta samtal við starfsbróður minn í dag væri svarið hiklaust nei. Beinþynning er enn í dag vangreint og mjög algengt heilsufarsvandamál með þjáningarfullum og mjög kostnaðarsömum afleiðingum fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Í dag, 20. október er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Margt hefur verið gert vel, samanber verkefnið Grípum brotin, sem Ísland er aðili að og miðar að því að greina beinþynningarbrot og beita annars stigs forvörnum til að minnka líkur á frekari skaða. Bæði einstaklingar og heilbrigðisstarfsfólk mættu þó vera meðvitaðri um þennan sjúkdóm sem auðveldlega má greina snemma og meðhöndla til að koma í veg fyrir eitt eða fleiri brot síðar á ævinni með oft alvarlegum afleiðingum. Gæti verið tímabært fyrir þig eða einhvern þér nákominn að láta meta hvort beinþynning sé til staðar? Höfundur er sérfræðilæknir á innkirtladeild Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Bein eru leiðinleg”, sagði góður starfsbróðir eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða beinþynningu, einn fjölmargra sjúkdóma sem við innkirtlalæknar fáumst við. Ég var honum að mörgu leyti sammála, enda hafði ég þá ekki kynnt mér beinþynningu eða beinasjúkdóma almennt mjög ítarlega. Nú mörgum árum síðar tel ég beinþynningu sérlega áhugaverðan sjúkdóm og jafnvel eitt af stærri lýðheilsuvandamálum samtímans. En hvers vegna er tilefni einmitt nú að velta vöngum yfir beinþynningu frekar en mörgum öðrum brýnum heilsufarsvandamálum? Í dag, 20. október, er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Af því tilefni er vert að velta upp mjög algengu vandamáli sem oft á tíðum hefur verið vangreint og lítið rætt. Beinin eru undirstaða stoðkerfisins og líkamans alls. Sterk bein eru því að mörgu leyti undirstaðan sem við byggjum heilsu okkar á. Beinþynning er sjúkdómur sem helst leggst á fólk eftir fimmtugt og veldur beintapi umfram beinnýmyndun sem gerir beinin líklegri til að brotna undan álagi. Eins og á hinum Norðurlöndunum er beinþynning algeng á Íslandi samanborið við flest önnur lönd. Um ein af hverjum tveimur til þremur konum fær beinþynningarbrot einhvern tímann á ævinni og um einn af hverjum fimm körlum. Algengi beinþynningar eftir fimmtugt er um 21% meðal kvenna en rúmlega 6% hjá körlum. Algengustu beinþynningarbrotin eru mjaðmarbrot, framhandleggsbrot og brot á hryggjarliðum, kölluð samfallsbrot. Samanlögð ævilöng áhætta á þessum þremur brotum er um 40%, álíka og algengi kransæðasjúkdóma. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir 3-4 þúsund beinþynningar brotum á Íslandi á ári. Því miður er beinþynning bæði vangreind og mjög kostnaðarsöm í meðferð, eftir að brot á sér stað. Álitið er að aðeins eitt af hverjum þremur samfallsbrotum í hrygg greinist. Um 71% kvenna með beinþynningu fá ekki meðferð. Jafnvel þó beinþynningarbrot sjáist (oft fyrir tilviljun) á röntgenmynd af hrygg er býsna algengt að viðeigandi meðferð við beinþynningu sé ekki hafin. Afleiðingar beinþynningarbrota eru þó ekki aðeins verkir og fjarvera frá vinnu eða félagslífi heldur oft einnig viðvarandi færniskerðing, ótímabær flutningur á hjúkrunarheimili eða jafnvel dauði. Eftir hvert beinþynningarbrot aukast verulega líkur á öðru broti. Mjaðmarbrot þarfnast skurðaðgerðar og eru ásamt samfallsbrotum á hrygg bæði dýr í meðferð og umönnun og valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið með oft langri sjúkrahúslegu og jafnvel endurhæfingu. Árið 2019 var beinn kostnaður við beinþynningarbrot í Evrulöndunum 27 auk Sviss og Bretlands metinn vera 57 milljarðar evra, eða ríflega átta þúsund milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar var kostnaður af mati og lyfjameðferð við beinþynningu einungis 1,6 milljarður evra. Beinþynning er oftast frumkomin, þ.e. án þess að undirliggjandi sjúkdómur sé til staðar. Beintap byrjar gjarnan hjá konum eftir breytingaskeið en gerist að jafnaði um 10 árum síðar hjá körlum. Í sumum tilvikum valda ákveðnir sjúkdómar eða lyf beinþynningu, til dæmis testósterónskortur hjá körlum, ofvirkur skjaldkirtill, liðagigt eða langvarandi meðferð með bólgueyðandi sterum. Eins virðist beinþynning oft liggja í ættum. Greining á beinþynningu er einföld myndgreiningarrannsókn sem tekur nokkrar mínútur. Á Íslandi er nú ágætt aðgengi að beinþéttni mælitækjum, en tvö tæki eru staðsett á göngudeild innkirtla á Landspítalanum þar sem sjálfvirkt svar fæst oftast samstundis. Fleiri tæki eru á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri. Á svæðum þar sem aðgengi að beinþéttnimælingu er ekki eins gott má í sumum tilvikum notast við reiknivél (FRAX) sem er einnig stöðluð fyrir Ísland. Ef áhætta á beinþynningarbroti er þar metin lág þarf jafnvel ekki að fá beinþéttnimælingu í framhaldinu. Lyfjameðferð við beinþynningu minnkar líkurnar á beinþynningarbroti í hrygg frá um 56% og upp yfir 70% eftir því hvaða lyf er notað. Árangur lyfjanna til að koma í veg fyrir brot í mjöðm og framhandlegg er þó ekki eins góður þar sem þá á sér stað fall sem lyfið eðlilega getur ekki komið í veg fyrir. Í þessu samhengi skipta byltuvarnir og sjúkraþjálfun einnig miklu máli til að draga úr líkum á byltum og aukinni áhættu á brotum. Ný og að því er virðast enn öflugri lyf við alvarlegri beinþynningu hafa verið þróuð og verða vonandi einnig aðgengileg á Íslandi innan skamms. En eru bein og beinþynning leiðinleg? Ef ég ætti þetta samtal við starfsbróður minn í dag væri svarið hiklaust nei. Beinþynning er enn í dag vangreint og mjög algengt heilsufarsvandamál með þjáningarfullum og mjög kostnaðarsömum afleiðingum fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Í dag, 20. október er alþjóðlegur dagur beinþynningar. Margt hefur verið gert vel, samanber verkefnið Grípum brotin, sem Ísland er aðili að og miðar að því að greina beinþynningarbrot og beita annars stigs forvörnum til að minnka líkur á frekari skaða. Bæði einstaklingar og heilbrigðisstarfsfólk mættu þó vera meðvitaðri um þennan sjúkdóm sem auðveldlega má greina snemma og meðhöndla til að koma í veg fyrir eitt eða fleiri brot síðar á ævinni með oft alvarlegum afleiðingum. Gæti verið tímabært fyrir þig eða einhvern þér nákominn að láta meta hvort beinþynning sé til staðar? Höfundur er sérfræðilæknir á innkirtladeild Landspítalans.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun