Jökull framlengir í Garðabæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 21:31 Samningurinn handsalaður. Stjarnan Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Frá þessu greindi félagið sjálft á samfélagsmiðlum sínum í dag. Jökull kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar fyrir yfirstandandi leiktíð en áður starfaði hann fyrir Breiðablik og Augnablik. Hefur Jökull verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar en nýverið fóru af stað orðrómar þess efnis að Jökull gæti tekið við KR ásamt Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks. Halldór Árnason og Jökull Elisabetarson taka við KR eftir tímabilið.Heimavinna fer aldrei í helgarfrí.Góðar stundir. pic.twitter.com/cZEbgnUrIE— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2022 Stjarnan hefur nú kveðið þann orðróm í kút og staðfest að Jökull verði áfram í Garðabænum næstu árin. Ekki kemur þó fram um hversu langan samning er að ræða. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að endurnýja og framlengja samning okkar við Jökul sem deilir fullkomlega þeirri sýn sem unnið hefur verð eftir undanfarin ár. Sú staðreynd að félagið hefur nú gengið frá samning til næstu ára við hann í fullu starfi gerir okkur kleift að bæta innviði okkar á þeim sviðum sem við teljum mikilvægt í þeirri uppbyggingu sem við erum í,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem sjá má í heild hér að neðan. „Ég er gríðarlega ánægður að framlengja samning minn við Stjörnuna. Stjarnan er eitt allra mest spennandi félag landsins, með ótrúlega aðstöðu og frábæra stuðningsmenn. Nú þurfum við að leggja meira á okkur, allir sem koma að liðinu og leikmenn. Við ætlum að þróa lið sem vinnur titla og ég er mjög spenntur að fara á fullt í þeirri vinnu með liðið,“ segir Jökull jafnframt. Gengi Stjörnunnar hefur verið upp og ofan í sumar en liðið seldi einn af bestu mönnum sínum, Óla Val Ómarsson, til Svíþjóðar um mitt sumar og þá hefur þeirra helsti markaskorari, Emil Atlason, verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur vegna meiðsla. Stjarnan er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar með 34 stig að loknum 25 umferðum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Jökull kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar fyrir yfirstandandi leiktíð en áður starfaði hann fyrir Breiðablik og Augnablik. Hefur Jökull verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar en nýverið fóru af stað orðrómar þess efnis að Jökull gæti tekið við KR ásamt Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks. Halldór Árnason og Jökull Elisabetarson taka við KR eftir tímabilið.Heimavinna fer aldrei í helgarfrí.Góðar stundir. pic.twitter.com/cZEbgnUrIE— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 8, 2022 Stjarnan hefur nú kveðið þann orðróm í kút og staðfest að Jökull verði áfram í Garðabænum næstu árin. Ekki kemur þó fram um hversu langan samning er að ræða. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að endurnýja og framlengja samning okkar við Jökul sem deilir fullkomlega þeirri sýn sem unnið hefur verð eftir undanfarin ár. Sú staðreynd að félagið hefur nú gengið frá samning til næstu ára við hann í fullu starfi gerir okkur kleift að bæta innviði okkar á þeim sviðum sem við teljum mikilvægt í þeirri uppbyggingu sem við erum í,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar sem sjá má í heild hér að neðan. „Ég er gríðarlega ánægður að framlengja samning minn við Stjörnuna. Stjarnan er eitt allra mest spennandi félag landsins, með ótrúlega aðstöðu og frábæra stuðningsmenn. Nú þurfum við að leggja meira á okkur, allir sem koma að liðinu og leikmenn. Við ætlum að þróa lið sem vinnur titla og ég er mjög spenntur að fara á fullt í þeirri vinnu með liðið,“ segir Jökull jafnframt. Gengi Stjörnunnar hefur verið upp og ofan í sumar en liðið seldi einn af bestu mönnum sínum, Óla Val Ómarsson, til Svíþjóðar um mitt sumar og þá hefur þeirra helsti markaskorari, Emil Atlason, verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur vegna meiðsla. Stjarnan er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar með 34 stig að loknum 25 umferðum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira