Lögmál leiksins: Allur körfuboltaheimurinn fékk sjokk því hann hefði getað drepið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 15:46 Draymond Green og Stephen Curry fyrir fyrsta leik Golden State Warriors eftir að Green snéri aftur eftir höggið. Getty/Thearon W. Henderson Það styttist í að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað og í kvöld verður fyrsti þáttur tímabilsins af Lögmáli leiksins. Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green NBA Lögmál leiksins Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira
Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira