Segir Truss hanga á bláþræði eftir u-beygju morgunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. október 2022 13:43 Liz Truss hefur ekki gegnt embætti forsætisráðherra Bretlands í langan tíma Sean Smith - Pool/Getty Images Ríkisstjórn Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hangir á bláþræði að mati stjórnmálaskýranda BBC. Nýr fjármálaráðherra hennar kynnti í morgun efnahagsaðgerðir sem snúa við nærri öllum aðgerðum sem ríkisstjórn Truss kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir nokkrum vikum. Þetta kemur fram í pistli sem Chris Mason, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í umfjöllum um bresk stjórnmál, skrifar inn á fréttavef BBC í dag. „Ef þú finnur fyrir vott af skelfingu í loftinu, þá ert þú ekki sá eini,“ skrifar Mason. Þar gerir hann tilkynningu Jeremy Hunt, nýs fjármálaráðherra Bretlands að umtalsefni sínu. Hætt við skattalækkun og þak á orkuverði stytt Hunt kynnti í dag nýjar aðgerðir í efnahagsmálum þar sem hann dró til baka nær allt sem eftir stóð af upprunalegu fjármálafrumvarpi forsætisráðherrans. Áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði við afnám hæsta skattþrepsins, eftir mikla gagnrýni, gagnrýni sem meðal annars varð til þess að Hunt tók við af Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra á dögunum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár eins og upprunaleg ætlun Truss og ráðherra hennar var. „Við munum snúa við nærri öllum skattaákvörðunum“, sagði Hunt í morgun og átti þær við þær aðgerðir sem Truss og Kwarteng, höfðu kynnt. Jeremy Hunt, nýr fjármalaráðherra Bretlands.Getty Faisal Islam, efnahagsskýrandi, BBC, segir að tilkynning Hunt í morgun hafi mögulega falið í sér mestu u-beygju í hagsögu Bretlands. Í grein sinni á BBC skrifar Mason að tilkynning Hunt þýði að Truss, sá forsætisráðherra, sem lofað hafi að lækka skatta meira en hennar helsti keppinautur um leiðtogahlutverk Íhaldsflokksins, þurfi nú að sætta sig við að geta ekki staðið við loforðið. Spurningar hafa vaknað hvort að Truss sé stætt áfram sem forsætisráðherra Bretlands og boða þurfi til kosninga, átján mánuðum á undan áætlunum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa þegar sagt að það sé erfitt fyrir Truss að halda áfram. Truss mun mæta í fyrirspurnartíma á breska þinginu á eftir og er fastlega gert ráð fyrir að hún muni mæta mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga. Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Chris Mason, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í umfjöllum um bresk stjórnmál, skrifar inn á fréttavef BBC í dag. „Ef þú finnur fyrir vott af skelfingu í loftinu, þá ert þú ekki sá eini,“ skrifar Mason. Þar gerir hann tilkynningu Jeremy Hunt, nýs fjármálaráðherra Bretlands að umtalsefni sínu. Hætt við skattalækkun og þak á orkuverði stytt Hunt kynnti í dag nýjar aðgerðir í efnahagsmálum þar sem hann dró til baka nær allt sem eftir stóð af upprunalegu fjármálafrumvarpi forsætisráðherrans. Áður hafði verið tilkynnt að hætt yrði við afnám hæsta skattþrepsins, eftir mikla gagnrýni, gagnrýni sem meðal annars varð til þess að Hunt tók við af Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra á dögunum. Hætt verður við boðaða skattalækkun á tekjuskatt úr 20 prósent í nítján, þak á orkuverði mun aðeins vera í gildi til sex mánaða en ekki í tvö ár eins og upprunaleg ætlun Truss og ráðherra hennar var. „Við munum snúa við nærri öllum skattaákvörðunum“, sagði Hunt í morgun og átti þær við þær aðgerðir sem Truss og Kwarteng, höfðu kynnt. Jeremy Hunt, nýr fjármalaráðherra Bretlands.Getty Faisal Islam, efnahagsskýrandi, BBC, segir að tilkynning Hunt í morgun hafi mögulega falið í sér mestu u-beygju í hagsögu Bretlands. Í grein sinni á BBC skrifar Mason að tilkynning Hunt þýði að Truss, sá forsætisráðherra, sem lofað hafi að lækka skatta meira en hennar helsti keppinautur um leiðtogahlutverk Íhaldsflokksins, þurfi nú að sætta sig við að geta ekki staðið við loforðið. Spurningar hafa vaknað hvort að Truss sé stætt áfram sem forsætisráðherra Bretlands og boða þurfi til kosninga, átján mánuðum á undan áætlunum. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa þegar sagt að það sé erfitt fyrir Truss að halda áfram. Truss mun mæta í fyrirspurnartíma á breska þinginu á eftir og er fastlega gert ráð fyrir að hún muni mæta mikilli gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga.
Bretland Tengdar fréttir Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11 Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21 Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Jeremy Hunt skipaður nýr fjármálaráðherra Breski þingmaðurinn Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn forsætisráðherrans Liz Truss. 14. október 2022 13:11
Draga umdeilda tekjuskattslækkun til baka Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, staðfesti við BBC í morgun að ríkisstjórnin hygðist falla frá áætlunum um að afnema 45 prósenta tekjuskattsþrepið. 3. október 2022 07:21
Truss rekur fjármálaráðherrann úr embætti Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur rekið fjármálaráðherra sinn, Kwasi Kwarteng, úr embætti. 14. október 2022 11:32