Ef marka má fregnir morgunsins má ætla að nokkrir slíkir drónar hafi verið notaðir í árásum Rússa á höfuðborgina snemma í morgun.
Drone attack on Kyiv continues.
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022
Air defense at work.
All in Kyiv need to be in shelters. pic.twitter.com/M5j49WZzn8
Árásirnar hafa verið staðfestar af skrifstofu Vólódómírs Selenskís Úkraínuforseta og af borgarstjóranum Vitaliy Klitschko. Að sögn Klitschko urðu nokkrar skemmdir á íbúðabyggingum í Shevchenkiv og þá sprakk einn sprengja við aðallestarstöðina í borginni, þar sem fólk leitaði skjóls í lestargöngunum.
Engar fregnir hafa borist af fórnarlömbum enn sem komið er.
Currently waiting in an underpass at Kyiv station after multiple drone strikes nearby. One explosion after I first arrived, the look of fear on some peoples faces. What a way to start a day pic.twitter.com/qg3TblYqmT
— Dan Sabbagh (@dansabbagh) October 17, 2022
Fregnir hafa einnig borist af árásum í Sumy og Dnipropetrovsk. Skotmörkin virðast hafa verið orkuinnviðir.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á dögunum að Rússar hefðu grandað 22 af 29 skotmörkum í árásum sínum 10. október síðastliðinn og þau sjö sem eftir væru yrðu kláruð á næstunni. Þá sagði hann Rússa nú hafa í hyggju að einbeita sér að öðru og að engar stórfelldar árásir væru í bígerð.