Harry Potter leikarar minnast Robbie Coltrane: Maður með risa hjarta sem lét alla fara að hlæja Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. október 2022 21:42 Frá vinstri: Rupert Grint, Robbie Coltrane heitinn, Daniel Radcliffe og Emma Watson Yui Mok/getty Leikarinn Robbie Coltrane lést á föstudag, 72 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir leik sinn sem Hagrid í Harry Potter kvikmyndunum. Viðbrögðin við andláti Coltrane hafa ekki látið á sér standa og hafa aðdáendur sem og leikarar Harry Potter kvikmyndanna minnst hans á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu frá Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í samnefndum kvikmyndum segir Coltrane hafa verið einn af fyndnustu manneskjum sem hann þekkti. CNN greinir frá þessu. „Mér finnst ég vera ótrúlega heppinn að hafa hitt hann og fengið að vinna með honum. Það hryggir mig mjög að hann sé fallinn frá. Hann var ótrúlegur leikari og dásamlegur maður,“ skrifar Radcliffe. Emma Watson sem lék Hermione Granger í Harry Potter kvikmyndunum minnist Coltrane sem hlýjum frænda, lýsir góðmennsku hans og skuldbindur sig til þess að sýna öðru fólki sömu hlýju í hans nafni. Instagram/Emma Watson „Þú mátt vita hversu mikið ég dýrka þig og dái. Ég mun sakna hversu elskulegur þú varst, gælunafnanna, hlýjunnar, hlátursins og knúsana þinna. Þú gerðir okkur að fjölskyldu og varst það fyrir okkur,“ skrifar Watson á Instagram. Rupert Grint sem lék Ron Weasley í kvikmyndunum segir hjarta sitt hafa brostið við að hafa heyrt fregnir af andlátinu. „Enginn annar á þessar plánetu hefði getað leikið Hagrid, aðeins Robbie. Alveg eins og Hagrid í bókunum og kvikmyndunum þá var Robbie hlýr, brjóstgóður og drepfyndinn. Maður með risa hjarta sem var enn að passa upp á okkur, áratugum síðar,“ skrifar Grint á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Rupert Grint (@rupertgrint) Tom Felton sem lék Draco Malfoy í kvikmyndunum tekur í sama streng og meðleikarar sínir og segir Coltrane hafa verið hlýjan og fyndinn. „Ein af mínum bestu minningum frá því að taka upp Harry Potter var þegar við vorum í næturtökum vegna fyrstu myndarinnar í forboðna skóginum. Ég var tólf ára. Robbie hugsaði um alla í kringum sig áreynslulaust og lét alla fara að hlæja, áreynslulaust,“ skrifar Felton á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Felton birti einnig mynd þar sem af töflu í neðanjarðarlestarkerfi London þar sem orða Coltrane er minnst fallega. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Tengdar fréttir Robbie Coltrane er látinn Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. 14. október 2022 16:58 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í samnefndum kvikmyndum segir Coltrane hafa verið einn af fyndnustu manneskjum sem hann þekkti. CNN greinir frá þessu. „Mér finnst ég vera ótrúlega heppinn að hafa hitt hann og fengið að vinna með honum. Það hryggir mig mjög að hann sé fallinn frá. Hann var ótrúlegur leikari og dásamlegur maður,“ skrifar Radcliffe. Emma Watson sem lék Hermione Granger í Harry Potter kvikmyndunum minnist Coltrane sem hlýjum frænda, lýsir góðmennsku hans og skuldbindur sig til þess að sýna öðru fólki sömu hlýju í hans nafni. Instagram/Emma Watson „Þú mátt vita hversu mikið ég dýrka þig og dái. Ég mun sakna hversu elskulegur þú varst, gælunafnanna, hlýjunnar, hlátursins og knúsana þinna. Þú gerðir okkur að fjölskyldu og varst það fyrir okkur,“ skrifar Watson á Instagram. Rupert Grint sem lék Ron Weasley í kvikmyndunum segir hjarta sitt hafa brostið við að hafa heyrt fregnir af andlátinu. „Enginn annar á þessar plánetu hefði getað leikið Hagrid, aðeins Robbie. Alveg eins og Hagrid í bókunum og kvikmyndunum þá var Robbie hlýr, brjóstgóður og drepfyndinn. Maður með risa hjarta sem var enn að passa upp á okkur, áratugum síðar,“ skrifar Grint á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Rupert Grint (@rupertgrint) Tom Felton sem lék Draco Malfoy í kvikmyndunum tekur í sama streng og meðleikarar sínir og segir Coltrane hafa verið hlýjan og fyndinn. „Ein af mínum bestu minningum frá því að taka upp Harry Potter var þegar við vorum í næturtökum vegna fyrstu myndarinnar í forboðna skóginum. Ég var tólf ára. Robbie hugsaði um alla í kringum sig áreynslulaust og lét alla fara að hlæja, áreynslulaust,“ skrifar Felton á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Felton birti einnig mynd þar sem af töflu í neðanjarðarlestarkerfi London þar sem orða Coltrane er minnst fallega. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton)
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Tengdar fréttir Robbie Coltrane er látinn Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. 14. október 2022 16:58 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Robbie Coltrane er látinn Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri. 14. október 2022 16:58