Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 12:21 Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, skorar á alþingismenn að ræða dánaraðstoð. Vísir/Getty Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11
Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04