Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2022 20:16 Um tvö þúsund fulltrúar sækja Hringborð norðurslóða í Hörpu sem lýkur á sunnudag. Stöð 2/Egill Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. Scott Minerd stjórnarformaður Guggenheim fjárfestingasjóðsins hefur stutt við Hringborð norðurslóða frá upphafi og er einn þekktasti fjárfestir í heimi. Hann tilkynnti í Höfða í dag um stofnun nýrrar hugveitu, Minerd Institution for Arctic Peace and Prosperity með höfuðstöðvar í Reykjavík. Stofnunin verður til húsa í Norðurslóð stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar sem byggð verður á lóð Háskóla Íslands. Scott Minerd segir mikilvægt að frumbyggjar taki þátt í allri uppbyggingu og séu hafðir með í ráðum við fjárfestingar á norðurslóðum. Friður sé grunvöllur velmegunar.Stöð 2/Egill „Það þarf fjármagn, fjárfestingar og efnahagslega þróun til að skapa velmegun. En það er ekki hægt að ná velmegun án friðar,“ segir Minerd. Því væri nauðsynlegt að tryggja öryggi og varnir norðurslóða. Leiðarvísir í sex grundvallaratriðum í þessum efnum hafi verið mótaður í opnum lýðræðislegum umræðum á vettvangi Hringborðsins í nokkur ár. Norðurskautsráðið hafi síðan innleitt þessi grundvallaratriði. „Tvö þeirra krefjast þess að frumbyggjar séu hafðir með í ráðum. Vegna þess að hluti norðurslóða er þeirra land. Þeir verða að vera með og taka þátt. Til að koma í veg fyrir að þeir verði arðrændir eins og á fyrri tímum,“ segir Minerd. Caroline Cochrane forsætisráðherra Norðvestur svæða Kanada segir frumbyggja hafa rödd sem umheimurinn verði að hlusta á.Vísir/Heimir Már Fulltrúar frumbyggja í norðurhéruðum Kanada komu einmitt inn á þetta á Hringborðinu í dag. Hvernig loftslagsbreytingarnar hefðu breytt lífsskilyrðum þeirra og þörfina á fjárfestingum. Fjórar ungar konur frá þessum svæðum sögðu frá vandanum við að varðveita ólík tungumál þeirra sem kannski aðeins tvö hundruð manns töluðu í dag. Þá væri sjálfsvígstíðni mjög mikil. Caroline Cochrane forsætisráðherra Norðvestursvæða Kanada sagði íbúa norðurslóða Kanada ekki mega vera afskipta. „Stundum finnst okkur á norðurslóðum Kanada að við séum aðeins týnd í þessari alþjóðlegu norðurslóða umræðu. Við erum fá og afskekkt. En við höfum rödd og raddir okkar verða að heyrast,“ sagði Cochrane í panelumræðum á þinginu í dag. Það eru hundruð fyrirlestra og vinnustofa á hringborði norðurslóða að venju. Meðal annars er búið að tjalda fyrir utan Hörpu til að vekja athygli á hraðri þróun loftlagsbreytinganna á norðurslóðum. Prófessor Gail Whiteman segir nauðsynlegt að koma upplýsingum um afleiðingar loftslagsbreytinganna á framfæri við þá sem taka ákvarðanir í heiminum.Stöð 2/Egill Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði Arctic Basecamp sem beitir félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. „Við verðum að koma vísindum kennslubókanna til þeirra sem taka ákvarðanirnar. Þannig að á hverju ári setjum við upp pop-up tjaldbúðir hjá Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos. Þar fræðum við leiðtoga þjóða og viðskipta um þá hættu sem stafar af loftlagsbreytingunum á alþjóða vísu,“ segir Whiteman. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú ætlar að sýna samstöðu og gista í tjaldi vísindamanna við Hörpu í nótt.Stöð 2/Egill Breytingarnar kostuðu mannlegar fórnir og hefðu í för með sér efnahagslegan kostnað. „Þannig að það má engan tíma missa. Það þarf að bregðast við núna,“segir Whiteman. Lengri útgáfur af viðtölum við þau Minerd og Whiteman má sjá í spilurunum hér að neðan. Beðist er velvirðingar á því að þau séu ekki textuð. Hringborð norðurslóða Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Tengdar fréttir Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. 16. desember 2021 19:20 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Scott Minerd stjórnarformaður Guggenheim fjárfestingasjóðsins hefur stutt við Hringborð norðurslóða frá upphafi og er einn þekktasti fjárfestir í heimi. Hann tilkynnti í Höfða í dag um stofnun nýrrar hugveitu, Minerd Institution for Arctic Peace and Prosperity með höfuðstöðvar í Reykjavík. Stofnunin verður til húsa í Norðurslóð stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar sem byggð verður á lóð Háskóla Íslands. Scott Minerd segir mikilvægt að frumbyggjar taki þátt í allri uppbyggingu og séu hafðir með í ráðum við fjárfestingar á norðurslóðum. Friður sé grunvöllur velmegunar.Stöð 2/Egill „Það þarf fjármagn, fjárfestingar og efnahagslega þróun til að skapa velmegun. En það er ekki hægt að ná velmegun án friðar,“ segir Minerd. Því væri nauðsynlegt að tryggja öryggi og varnir norðurslóða. Leiðarvísir í sex grundvallaratriðum í þessum efnum hafi verið mótaður í opnum lýðræðislegum umræðum á vettvangi Hringborðsins í nokkur ár. Norðurskautsráðið hafi síðan innleitt þessi grundvallaratriði. „Tvö þeirra krefjast þess að frumbyggjar séu hafðir með í ráðum. Vegna þess að hluti norðurslóða er þeirra land. Þeir verða að vera með og taka þátt. Til að koma í veg fyrir að þeir verði arðrændir eins og á fyrri tímum,“ segir Minerd. Caroline Cochrane forsætisráðherra Norðvestur svæða Kanada segir frumbyggja hafa rödd sem umheimurinn verði að hlusta á.Vísir/Heimir Már Fulltrúar frumbyggja í norðurhéruðum Kanada komu einmitt inn á þetta á Hringborðinu í dag. Hvernig loftslagsbreytingarnar hefðu breytt lífsskilyrðum þeirra og þörfina á fjárfestingum. Fjórar ungar konur frá þessum svæðum sögðu frá vandanum við að varðveita ólík tungumál þeirra sem kannski aðeins tvö hundruð manns töluðu í dag. Þá væri sjálfsvígstíðni mjög mikil. Caroline Cochrane forsætisráðherra Norðvestursvæða Kanada sagði íbúa norðurslóða Kanada ekki mega vera afskipta. „Stundum finnst okkur á norðurslóðum Kanada að við séum aðeins týnd í þessari alþjóðlegu norðurslóða umræðu. Við erum fá og afskekkt. En við höfum rödd og raddir okkar verða að heyrast,“ sagði Cochrane í panelumræðum á þinginu í dag. Það eru hundruð fyrirlestra og vinnustofa á hringborði norðurslóða að venju. Meðal annars er búið að tjalda fyrir utan Hörpu til að vekja athygli á hraðri þróun loftlagsbreytinganna á norðurslóðum. Prófessor Gail Whiteman segir nauðsynlegt að koma upplýsingum um afleiðingar loftslagsbreytinganna á framfæri við þá sem taka ákvarðanir í heiminum.Stöð 2/Egill Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði Arctic Basecamp sem beitir félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. „Við verðum að koma vísindum kennslubókanna til þeirra sem taka ákvarðanirnar. Þannig að á hverju ári setjum við upp pop-up tjaldbúðir hjá Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos. Þar fræðum við leiðtoga þjóða og viðskipta um þá hættu sem stafar af loftlagsbreytingunum á alþjóða vísu,“ segir Whiteman. Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú ætlar að sýna samstöðu og gista í tjaldi vísindamanna við Hörpu í nótt.Stöð 2/Egill Breytingarnar kostuðu mannlegar fórnir og hefðu í för með sér efnahagslegan kostnað. „Þannig að það má engan tíma missa. Það þarf að bregðast við núna,“segir Whiteman. Lengri útgáfur af viðtölum við þau Minerd og Whiteman má sjá í spilurunum hér að neðan. Beðist er velvirðingar á því að þau séu ekki textuð.
Hringborð norðurslóða Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Tengdar fréttir Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. 16. desember 2021 19:20 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00
Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. 16. desember 2021 19:20