Mount sá um lærisveina Gerrard

Atli Arason skrifar
Mason Mount, leikmaður Chelsea, fagnar fyrsta marki sínu gegn Aston Villa í dag.
Mason Mount, leikmaður Chelsea, fagnar fyrsta marki sínu gegn Aston Villa í dag. Getty Images

Mason Mount skoraði bæði mörk Chelsea í 0-2 útisigri liðsins á lærisveinum Steven Gerrard í Aston Villa.

Hræðileg mistök Tyrone Mings, leikmanni Aston Villa, urðu til þess að Mount skoraði fyrsta mark leiksins á strax á 6. mínútu. Mings ætlaði þá að skalla knöttinn í burtu en þess í stað lagði hann boltann fyrir Mount sem slapp einn í gegn og hamraði boltanum í mark Villa.

Villa fékk mikinn fjölda tækifæra til að jafna leikinn en lánlausri framlínu liðsins tókst ekki að koma boltanum framhjá Kepa Arrizabalaga, markverði Chelsea.

Þess í stað var það Mount sem tvöfaldaði forystu Chelsea með marki beint úr aukaspyrnu á 65. mínútu.

Fór svo að lokum að Chelsea vann 0-2 sigur en liðið er enn þá ósigrað frá því að Graham Potter tók við Chelsea. Chelsea er nú í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig.

Staðan er öllu verri fyrir Aston Villa og pressan á knattspyrnustjórann Steven Gerrard eykst. Liðið er í 16. sæti með níu stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira