Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 21:30 Andrea Belotti skoraði fyrir Roma í kvöld en myndin er þó lýsandi fyrir stöðu Rómverja í Evrópudeildinni. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum. Í A-riðli vann Arsenal nauman 1-0 útisigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Bukayo Saka skoraði eina markið eftir klaufagang í vörn heimamanna. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, þar á eftir kemur PSV með sjö en þessi lið eiga eftir að mætast þar sem leik þeirra var frestað. Bodø/Glimt er með fjögur stig Zürich er enn í leit að sínu fyrsta. Í B-riðli eru Fenerbahçe og Rennes komin áfram eftir leiki kvöldsins en bæði lið eru með tíu stig og því enn óljóst hver vinnur riðilinn. AEK Larnaca er með þrjú stig í þriðja sæti á meðan Dynamo Kyiv er án stiga. Í C-riðli mættust Roma og Real Betis í einum af stórleikjum kvöldsins, honum lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Canales kom heimaliðinu yfir en Andrea Belotti jafnaði í síðari hálfleik. Það þýðir að Roma er sem stendur í þriðja sæti með fjögur stig á meðan Ludogorets Razgrad er í öðru sæti með sjö stig og Betis er á toppnum með 10 stig og komið áfram. Royale Union frá Belgíu er komið upp úr D-riðli eftir 3-3 jafntefli við Braga í kvöld. Belgarnir eru með 10 stig, Braga með sjö þar á eftir og Union Berlín í þriðja sætinu með sex stig. Malmö rekur svo lestina án stiga. Í E-riðli vann Manchester United 1-0 sigur á Omonia frá Kýpur á meðan Real Sociedad vann 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol. Sociedad er komið áfram á meðan Man United lætur sig dreyma um að ná toppsætinu. Í F-riðli eru öll liðin – Feyenoord, Midtjylland, Lazio og Sturm Graz - með fimm stig þegar fjórar umferðir eru búnar. Báðum leikjum kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli. Feyenoord og Midtjylland mættust í Hollandi þar sem Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekk gestanna. Lazio og Sturm Graz gerðu svo jafntefli á Ítalíu. Í G-riðli er Freiburg komið áfram eftir 4-0 sigur á Nantes í kvöld. Freiburg er með 12 stig, Qarabag með sjö, Nantes þrjú og Olympiacos á botninum með eitt stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos þó aðalmarkvörður liðsins væri meiddur. SCENES #UEL pic.twitter.com/i8J70GCdl5— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 13, 2022 Í H-riðli vann Trabzonspor óvæntan 4-0 sigur á Monaco. Bæði lið eru með sex stig en Ferencvárosi er á toppnum með níu stig í fyrsta sæti á meðan Rauða Stjarnan er á botni riðilsins með þrjú stig. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Í A-riðli vann Arsenal nauman 1-0 útisigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Bukayo Saka skoraði eina markið eftir klaufagang í vörn heimamanna. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, þar á eftir kemur PSV með sjö en þessi lið eiga eftir að mætast þar sem leik þeirra var frestað. Bodø/Glimt er með fjögur stig Zürich er enn í leit að sínu fyrsta. Í B-riðli eru Fenerbahçe og Rennes komin áfram eftir leiki kvöldsins en bæði lið eru með tíu stig og því enn óljóst hver vinnur riðilinn. AEK Larnaca er með þrjú stig í þriðja sæti á meðan Dynamo Kyiv er án stiga. Í C-riðli mættust Roma og Real Betis í einum af stórleikjum kvöldsins, honum lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Canales kom heimaliðinu yfir en Andrea Belotti jafnaði í síðari hálfleik. Það þýðir að Roma er sem stendur í þriðja sæti með fjögur stig á meðan Ludogorets Razgrad er í öðru sæti með sjö stig og Betis er á toppnum með 10 stig og komið áfram. Royale Union frá Belgíu er komið upp úr D-riðli eftir 3-3 jafntefli við Braga í kvöld. Belgarnir eru með 10 stig, Braga með sjö þar á eftir og Union Berlín í þriðja sætinu með sex stig. Malmö rekur svo lestina án stiga. Í E-riðli vann Manchester United 1-0 sigur á Omonia frá Kýpur á meðan Real Sociedad vann 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol. Sociedad er komið áfram á meðan Man United lætur sig dreyma um að ná toppsætinu. Í F-riðli eru öll liðin – Feyenoord, Midtjylland, Lazio og Sturm Graz - með fimm stig þegar fjórar umferðir eru búnar. Báðum leikjum kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli. Feyenoord og Midtjylland mættust í Hollandi þar sem Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekk gestanna. Lazio og Sturm Graz gerðu svo jafntefli á Ítalíu. Í G-riðli er Freiburg komið áfram eftir 4-0 sigur á Nantes í kvöld. Freiburg er með 12 stig, Qarabag með sjö, Nantes þrjú og Olympiacos á botninum með eitt stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos þó aðalmarkvörður liðsins væri meiddur. SCENES #UEL pic.twitter.com/i8J70GCdl5— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 13, 2022 Í H-riðli vann Trabzonspor óvæntan 4-0 sigur á Monaco. Bæði lið eru með sex stig en Ferencvárosi er á toppnum með níu stig í fyrsta sæti á meðan Rauða Stjarnan er á botni riðilsins með þrjú stig.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55
Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35