Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 21:30 Andrea Belotti skoraði fyrir Roma í kvöld en myndin er þó lýsandi fyrir stöðu Rómverja í Evrópudeildinni. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum. Í A-riðli vann Arsenal nauman 1-0 útisigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Bukayo Saka skoraði eina markið eftir klaufagang í vörn heimamanna. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, þar á eftir kemur PSV með sjö en þessi lið eiga eftir að mætast þar sem leik þeirra var frestað. Bodø/Glimt er með fjögur stig Zürich er enn í leit að sínu fyrsta. Í B-riðli eru Fenerbahçe og Rennes komin áfram eftir leiki kvöldsins en bæði lið eru með tíu stig og því enn óljóst hver vinnur riðilinn. AEK Larnaca er með þrjú stig í þriðja sæti á meðan Dynamo Kyiv er án stiga. Í C-riðli mættust Roma og Real Betis í einum af stórleikjum kvöldsins, honum lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Canales kom heimaliðinu yfir en Andrea Belotti jafnaði í síðari hálfleik. Það þýðir að Roma er sem stendur í þriðja sæti með fjögur stig á meðan Ludogorets Razgrad er í öðru sæti með sjö stig og Betis er á toppnum með 10 stig og komið áfram. Royale Union frá Belgíu er komið upp úr D-riðli eftir 3-3 jafntefli við Braga í kvöld. Belgarnir eru með 10 stig, Braga með sjö þar á eftir og Union Berlín í þriðja sætinu með sex stig. Malmö rekur svo lestina án stiga. Í E-riðli vann Manchester United 1-0 sigur á Omonia frá Kýpur á meðan Real Sociedad vann 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol. Sociedad er komið áfram á meðan Man United lætur sig dreyma um að ná toppsætinu. Í F-riðli eru öll liðin – Feyenoord, Midtjylland, Lazio og Sturm Graz - með fimm stig þegar fjórar umferðir eru búnar. Báðum leikjum kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli. Feyenoord og Midtjylland mættust í Hollandi þar sem Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekk gestanna. Lazio og Sturm Graz gerðu svo jafntefli á Ítalíu. Í G-riðli er Freiburg komið áfram eftir 4-0 sigur á Nantes í kvöld. Freiburg er með 12 stig, Qarabag með sjö, Nantes þrjú og Olympiacos á botninum með eitt stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos þó aðalmarkvörður liðsins væri meiddur. SCENES #UEL pic.twitter.com/i8J70GCdl5— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 13, 2022 Í H-riðli vann Trabzonspor óvæntan 4-0 sigur á Monaco. Bæði lið eru með sex stig en Ferencvárosi er á toppnum með níu stig í fyrsta sæti á meðan Rauða Stjarnan er á botni riðilsins með þrjú stig. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Í A-riðli vann Arsenal nauman 1-0 útisigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Bukayo Saka skoraði eina markið eftir klaufagang í vörn heimamanna. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, þar á eftir kemur PSV með sjö en þessi lið eiga eftir að mætast þar sem leik þeirra var frestað. Bodø/Glimt er með fjögur stig Zürich er enn í leit að sínu fyrsta. Í B-riðli eru Fenerbahçe og Rennes komin áfram eftir leiki kvöldsins en bæði lið eru með tíu stig og því enn óljóst hver vinnur riðilinn. AEK Larnaca er með þrjú stig í þriðja sæti á meðan Dynamo Kyiv er án stiga. Í C-riðli mættust Roma og Real Betis í einum af stórleikjum kvöldsins, honum lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Canales kom heimaliðinu yfir en Andrea Belotti jafnaði í síðari hálfleik. Það þýðir að Roma er sem stendur í þriðja sæti með fjögur stig á meðan Ludogorets Razgrad er í öðru sæti með sjö stig og Betis er á toppnum með 10 stig og komið áfram. Royale Union frá Belgíu er komið upp úr D-riðli eftir 3-3 jafntefli við Braga í kvöld. Belgarnir eru með 10 stig, Braga með sjö þar á eftir og Union Berlín í þriðja sætinu með sex stig. Malmö rekur svo lestina án stiga. Í E-riðli vann Manchester United 1-0 sigur á Omonia frá Kýpur á meðan Real Sociedad vann 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol. Sociedad er komið áfram á meðan Man United lætur sig dreyma um að ná toppsætinu. Í F-riðli eru öll liðin – Feyenoord, Midtjylland, Lazio og Sturm Graz - með fimm stig þegar fjórar umferðir eru búnar. Báðum leikjum kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli. Feyenoord og Midtjylland mættust í Hollandi þar sem Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekk gestanna. Lazio og Sturm Graz gerðu svo jafntefli á Ítalíu. Í G-riðli er Freiburg komið áfram eftir 4-0 sigur á Nantes í kvöld. Freiburg er með 12 stig, Qarabag með sjö, Nantes þrjú og Olympiacos á botninum með eitt stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos þó aðalmarkvörður liðsins væri meiddur. SCENES #UEL pic.twitter.com/i8J70GCdl5— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 13, 2022 Í H-riðli vann Trabzonspor óvæntan 4-0 sigur á Monaco. Bæði lið eru með sex stig en Ferencvárosi er á toppnum með níu stig í fyrsta sæti á meðan Rauða Stjarnan er á botni riðilsins með þrjú stig.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55
Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35