Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 20:03 Þingnefndin að störfum. Alex Wong/Pool Photo via AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022 Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00