Vígamenn tengdir al-Qaeda tóku Afrin í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 14:51 Vígamenn Hayat Tahrir al-Sham, öfgahópi sem myndaður var af meðlimum al-Qaeda í Sýrlandi á æfingu í sumar. Getty/Anas Alkharboutl Vígamenn öfgahópsins Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, hafa tekið yfir stjórn borgarinnar Afrin í samnefndu héraði í Sýrlandi. HTS er afsprengi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Sýrlandi en vígamennirnir náðu tökum á borginni eftir harða bardaga við meðlimi öfgahópsins Al-Jabha Al-Shamiyyah. HTS hefur hingað til verið ráðandi í Idlib-héraði Sýrlands, sem liggur nærri Afrin. Afrin var lengi undir stjórn sýrlenska Kúrda og þótti vera vin friðar í óöldinni í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin þar hófst árið 2011. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið síðan þá, svo vitað sé, og um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Það breyttist þó árið 2018 þegar öfgahópar, studdir af Tyrkjum, réðust á héraðið með stuðningi tyrkneska hersins. Íslendingurinn Haukur Hilmarsson, sem barðist með Kúrdum, féll þá í Afrin-héraði en talið var að það hefði gerst í loftárás tyrkneska hersins. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að bardagar hefðu átt sér stað í Afrin á undanförnum dögum. Margir öfgahópar berjast um yfirráð á svæðinu og ríkir þar mikil óreiða. Í morgun bárust svo fregnir af því að vígamenn HTS hefðu náð tökum á Afrin-borg og hefðu flutt þangað mikinn liðsauka Héraðsmiðillinn Kurdistan24.net sagði svo einnig frá því að HTS hefði tekið Afrin-borg og vísaði meðal annars í samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem vakta átökin í Sýrlandi. Not to mention this ex-Regime T-72[A/M1?] reinforcing the advancing HTS forces. Note the use of low loaders to transfer heavy armour, not ruining tracks, roads and using fuel to drive the vehicles directly.pic.twitter.com/fVuo2893rD— C O s (@CalibreObscura) October 13, 2022 Þetta ku vera í fyrsta sinn sem vígamenn HTS koma til borgarinnar frá því Tyrkir og sveitir þeirra réðust á héraðið. Áðurnefndur héraðsmiðill segir að átökin hafi byrjað á því að aðgerðasinni sem gekk undir nafninu Abu Ghannoum og ólétt kona hans voru myrt í úthverfi Aleppo-borgar. Eftir morðið hafi vígamenn nokkurra öfgahópa sem Tyrkir styðja byrjað að berjast sín á milli. Þessir hópar hafa lengi deilt sín á milli og hafa sömuleiðis lengi verið sakaðir um mannréttindabrot gegn fólki á yfirráðasvæðum þeirra. Sýrland Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
HTS hefur hingað til verið ráðandi í Idlib-héraði Sýrlands, sem liggur nærri Afrin. Afrin var lengi undir stjórn sýrlenska Kúrda og þótti vera vin friðar í óöldinni í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin þar hófst árið 2011. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið síðan þá, svo vitað sé, og um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Það breyttist þó árið 2018 þegar öfgahópar, studdir af Tyrkjum, réðust á héraðið með stuðningi tyrkneska hersins. Íslendingurinn Haukur Hilmarsson, sem barðist með Kúrdum, féll þá í Afrin-héraði en talið var að það hefði gerst í loftárás tyrkneska hersins. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að bardagar hefðu átt sér stað í Afrin á undanförnum dögum. Margir öfgahópar berjast um yfirráð á svæðinu og ríkir þar mikil óreiða. Í morgun bárust svo fregnir af því að vígamenn HTS hefðu náð tökum á Afrin-borg og hefðu flutt þangað mikinn liðsauka Héraðsmiðillinn Kurdistan24.net sagði svo einnig frá því að HTS hefði tekið Afrin-borg og vísaði meðal annars í samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem vakta átökin í Sýrlandi. Not to mention this ex-Regime T-72[A/M1?] reinforcing the advancing HTS forces. Note the use of low loaders to transfer heavy armour, not ruining tracks, roads and using fuel to drive the vehicles directly.pic.twitter.com/fVuo2893rD— C O s (@CalibreObscura) October 13, 2022 Þetta ku vera í fyrsta sinn sem vígamenn HTS koma til borgarinnar frá því Tyrkir og sveitir þeirra réðust á héraðið. Áðurnefndur héraðsmiðill segir að átökin hafi byrjað á því að aðgerðasinni sem gekk undir nafninu Abu Ghannoum og ólétt kona hans voru myrt í úthverfi Aleppo-borgar. Eftir morðið hafi vígamenn nokkurra öfgahópa sem Tyrkir styðja byrjað að berjast sín á milli. Þessir hópar hafa lengi deilt sín á milli og hafa sömuleiðis lengi verið sakaðir um mannréttindabrot gegn fólki á yfirráðasvæðum þeirra.
Sýrland Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent