Nýr „bensínbíll“ Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. október 2022 14:00 Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið. Mér gekk vel með gömlu farsímana, þar sem rafhlaðan entist stundum í marga daga, ólíkt snjallsímum með sína endingarlitlu rafhlöðu. En þrátt fyrir aukna hleðsluþörf þá buðu snjallsímar upp á svo marga kosti og tækifæri framyfir gamla símann, að ég varð hreinlega að komast yfir tæknihræðsluna og íhaldssemina og taka stökkið. Bráðnauðsynleg innleiðing á rafbílum er nú í fullum gangi hérlendis en þrátt fyrir ævintýralegt úrval af frábærum rafbílum er enn nokkuð um að nýskráðir bensín- og dísilbílar laumi sér á göturnar. Það kemur mér nokkuð á óvart að þeir sem hafa á annað borð efni á nýjum bíl velji stundum glænýja bensín- og dísilbíla í stað sambærilegs rafbíls. Sumar ákvarðanir eiga sér örugglega eðlilegar skýringar, en getur verið að tæknihræðsla og íhaldssemi spili stundum inn í? Prófum aðeins að ímynda okkur að rafbíll sé í raun bara ný tegund af „bensínbíl“ og berum hann saman við hefðbundin bensínbíl. Viðskiptavinur kæmi þá á bílasölu og bæði sölumann um að lýsa þessum nýja „bensínbíl“ í samanburði við sambærilegan en hefðbundinn bensínbíl. Kostir nýja „bensínbílsins“ Þökk sé frábærri orkunýtni er þessi nýi „bensínbíll“ með rauneyðslu á bilinu 1-2 L/100km í samanburði við 5-8 L/100 km í hefðbundna bílnum. Hann er líka með nýja tækni þannig að í raun er hægt að setja upp eigin „bensínstöð“ á heimilinu sem tryggir að hann er alltaf með fullan tank á morgnana og þú þarft nánast aldrei að fara á bensínstöð. Svo er hann svo merkilegur að það er hægt að setja íslenskt „bensín“ á hann þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort bensínið komi frá Mið Austurlöndum eða Rússlandi. Svo er magnað að vélin í honum getur „hreinsað bensínið“ þannig að það losnar engin heilsuspillandi mengun eða gróðurhúsalofttegundir við keyrsluna. Þrátt fyrir þetta er vélin svo einföld að hún þarf miklu minna viðhald og þú þarft aldrei að kaupa smurningu og munt líklega borga almennt miklu minna í viðhaldskostnað. Svo er hann líka kraftmeiri með miklu betri hröðun en samt miklu hljóðlátari. Gallar nýja „bensínbílsins“ En gallarnir miðað við hefðbundna bílinn? Jú, ef þú ferð í mjög langar ferðir þá tekur bara 5 mínútur að setja bensín á hefðbundna bílinn en 15-30 mínútur að setja bensín á nýja „bensínbílinn“. Svo er nýi „bensínbílinn“ örlítið dýrari í innkaupum en heildarkostnaður er þó minni þegar innkaup og rekstur eru tekin saman. Stóra spurningin er hvort þessi gallar séu meiri en samanlagðir kostir hér að ofan? Getur verið að rafbílar myndu seljast enn betur ef þær væru ekki ný tækni heldur betrumbót á hefðbundnum bíl? Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Bensín og olía Orkuskipti Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið. Mér gekk vel með gömlu farsímana, þar sem rafhlaðan entist stundum í marga daga, ólíkt snjallsímum með sína endingarlitlu rafhlöðu. En þrátt fyrir aukna hleðsluþörf þá buðu snjallsímar upp á svo marga kosti og tækifæri framyfir gamla símann, að ég varð hreinlega að komast yfir tæknihræðsluna og íhaldssemina og taka stökkið. Bráðnauðsynleg innleiðing á rafbílum er nú í fullum gangi hérlendis en þrátt fyrir ævintýralegt úrval af frábærum rafbílum er enn nokkuð um að nýskráðir bensín- og dísilbílar laumi sér á göturnar. Það kemur mér nokkuð á óvart að þeir sem hafa á annað borð efni á nýjum bíl velji stundum glænýja bensín- og dísilbíla í stað sambærilegs rafbíls. Sumar ákvarðanir eiga sér örugglega eðlilegar skýringar, en getur verið að tæknihræðsla og íhaldssemi spili stundum inn í? Prófum aðeins að ímynda okkur að rafbíll sé í raun bara ný tegund af „bensínbíl“ og berum hann saman við hefðbundin bensínbíl. Viðskiptavinur kæmi þá á bílasölu og bæði sölumann um að lýsa þessum nýja „bensínbíl“ í samanburði við sambærilegan en hefðbundinn bensínbíl. Kostir nýja „bensínbílsins“ Þökk sé frábærri orkunýtni er þessi nýi „bensínbíll“ með rauneyðslu á bilinu 1-2 L/100km í samanburði við 5-8 L/100 km í hefðbundna bílnum. Hann er líka með nýja tækni þannig að í raun er hægt að setja upp eigin „bensínstöð“ á heimilinu sem tryggir að hann er alltaf með fullan tank á morgnana og þú þarft nánast aldrei að fara á bensínstöð. Svo er hann svo merkilegur að það er hægt að setja íslenskt „bensín“ á hann þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort bensínið komi frá Mið Austurlöndum eða Rússlandi. Svo er magnað að vélin í honum getur „hreinsað bensínið“ þannig að það losnar engin heilsuspillandi mengun eða gróðurhúsalofttegundir við keyrsluna. Þrátt fyrir þetta er vélin svo einföld að hún þarf miklu minna viðhald og þú þarft aldrei að kaupa smurningu og munt líklega borga almennt miklu minna í viðhaldskostnað. Svo er hann líka kraftmeiri með miklu betri hröðun en samt miklu hljóðlátari. Gallar nýja „bensínbílsins“ En gallarnir miðað við hefðbundna bílinn? Jú, ef þú ferð í mjög langar ferðir þá tekur bara 5 mínútur að setja bensín á hefðbundna bílinn en 15-30 mínútur að setja bensín á nýja „bensínbílinn“. Svo er nýi „bensínbílinn“ örlítið dýrari í innkaupum en heildarkostnaður er þó minni þegar innkaup og rekstur eru tekin saman. Stóra spurningin er hvort þessi gallar séu meiri en samanlagðir kostir hér að ofan? Getur verið að rafbílar myndu seljast enn betur ef þær væru ekki ný tækni heldur betrumbót á hefðbundnum bíl? Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun