Þurfa að sofa í sófa og stólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2022 19:00 Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar segir húsnæði Konukots orðið of lítið. Vísir/Arnar Eina neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Talskonan segir fleiri hafa leitað þangað á fyrstu níu mánuðum ársins en allt árið 2020. Konukot er neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi en það er rekið af Rótinni. Undanfarin misseri hefur aðsóknin aukist mikið. „Það er búin að aukast rosalega nýtingin. Það byrjaði í vor að það bara fylltist allt hérna í sumar og við erum bara ekki með rúm fyrir allar þessar konur. Þannig að já við erum bara að finna upp hjólið á hverjum degi og koma þeim fyrir,“ segir Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona í Konukoti. Þannig gista konurnar í sófa og stólum þegar þær eru hvað flestar. „Húsnæðið er náttúrulega alveg sprungið utan af þessari starfsemi ef má segja sko. Við erum með tólf rúm í húsinu en við erum að fá kannski sautján átján konur,“ segir Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.Vísir/Arnar Fyrstu níu mánuði þessa árs voru gistinæturnar tvö þúsund sjö hundruð fimmtíu og sjö. „Núna fyrstu níu mánuði þessa árs þá voru jafn margar gistinætur í Konukoti og voru allt árið 2020,“ segir Kristín. Sumar dvelja yfir þrjú hundruð daga á ári í Konukoti Yngstu konurnar sem leita í Konukot eru átján ára en þær elstu komnar á áttræðisaldur. Halldóra segir hörkunum vera að aukast í þessum heimi og að skortur á búsetuúrræðum sé mikill. Dæmi sem um að konur leiti í Konukot flesta daga ársins og ár eftir ár þar sem engin önnur úrræði sé að finna. „Það eru alveg konur sem hafa verið áratug til dæmis og meira og nýtingin er alveg yfir þrjú hundruð nætur á ári. Þannig að þær eru fastar hér,“ segir Halldóra. Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðu kona í Konukoti segir fleiri hafa tekið að leita til þeirra í sumar.Vísir/Arnar Þá hafi staðan á húsnæðismarkaðnum hafa gert það að verkum að nýr hópur leitar í Konukot. „Það eru að koma konur sem eru kannski ekki svona týpískar konur sem leita hingað. Eru kannski ekki með vímuefnavanda eða ekki sögu um heimilisleysi og ég held að stór partur af því sé húsnæðisvandinn. Það er bara mjög erfitt að fá íbúðir og herbergi á viðráðanlegu verði,“ segir Halldóra. Rúmin fyllast jafnan fljótt í Konukoti og konur þurfa að sætta sig við sófa og stóla til að sofa í.Vísir/Arnar Heilbrigðismál Reykjavík Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00 Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30 Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Konukot er neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi en það er rekið af Rótinni. Undanfarin misseri hefur aðsóknin aukist mikið. „Það er búin að aukast rosalega nýtingin. Það byrjaði í vor að það bara fylltist allt hérna í sumar og við erum bara ekki með rúm fyrir allar þessar konur. Þannig að já við erum bara að finna upp hjólið á hverjum degi og koma þeim fyrir,“ segir Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona í Konukoti. Þannig gista konurnar í sófa og stólum þegar þær eru hvað flestar. „Húsnæðið er náttúrulega alveg sprungið utan af þessari starfsemi ef má segja sko. Við erum með tólf rúm í húsinu en við erum að fá kannski sautján átján konur,“ segir Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.Vísir/Arnar Fyrstu níu mánuði þessa árs voru gistinæturnar tvö þúsund sjö hundruð fimmtíu og sjö. „Núna fyrstu níu mánuði þessa árs þá voru jafn margar gistinætur í Konukoti og voru allt árið 2020,“ segir Kristín. Sumar dvelja yfir þrjú hundruð daga á ári í Konukoti Yngstu konurnar sem leita í Konukot eru átján ára en þær elstu komnar á áttræðisaldur. Halldóra segir hörkunum vera að aukast í þessum heimi og að skortur á búsetuúrræðum sé mikill. Dæmi sem um að konur leiti í Konukot flesta daga ársins og ár eftir ár þar sem engin önnur úrræði sé að finna. „Það eru alveg konur sem hafa verið áratug til dæmis og meira og nýtingin er alveg yfir þrjú hundruð nætur á ári. Þannig að þær eru fastar hér,“ segir Halldóra. Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðu kona í Konukoti segir fleiri hafa tekið að leita til þeirra í sumar.Vísir/Arnar Þá hafi staðan á húsnæðismarkaðnum hafa gert það að verkum að nýr hópur leitar í Konukot. „Það eru að koma konur sem eru kannski ekki svona týpískar konur sem leita hingað. Eru kannski ekki með vímuefnavanda eða ekki sögu um heimilisleysi og ég held að stór partur af því sé húsnæðisvandinn. Það er bara mjög erfitt að fá íbúðir og herbergi á viðráðanlegu verði,“ segir Halldóra. Rúmin fyllast jafnan fljótt í Konukoti og konur þurfa að sætta sig við sófa og stóla til að sofa í.Vísir/Arnar
Heilbrigðismál Reykjavík Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00 Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30 Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00
Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30
Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00