Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2022 13:46 Erik Cantu var augljóslega mjög brugðið þegar lögregluþjónninn opnaði hurðina á bíl hans og sagði honum að stíga úr bílnum. Sjá má annan táning í farþegasæti bílsins. AP/Lögreglan í San Antonio Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira