Guðmundur um spár um verðlaunasæti hjá Íslandi: Gott að þeir hafi trú á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 09:01 Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska landsliðinu á Ásvöllum í kvöld. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur í kvöld undankeppni EM í Þýskalandi þegar Ísraelsmenn koma í heimsókn á Ásvelli. Strákarnir okkar mæta Ísrael og Eistlandi í þessum glugga. Gaupi hitti Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara og ræddi við hann um þessa fyrstu leiki undankeppninnar. Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira