Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig Einar Kárason skrifar 10. október 2022 18:00 Hermann var ánægður í leikslok. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári. Eyjamenn hafa verið að gera góða hluti á heimavelli í síðustu leikjum. Þeir töpuðu síðast á Hásteinsvelli þann 15.júní í sumar og hafa leikið átta leiki heima í Eyjum án þess að tapa. „Við erum búnir að vera sterkir hérna frá miðju sumri, alveg gríðarlega sterkir. Við erum búnir að búa til ákveðið vígi hér, við vitum alveg hvað við ætlum að gera hér á Hásteinsvelli.“ „Það er búinn að vera ofboðslegur kraftur í liðinu og sérstaklega í fyrri hálfleik hér í dag, það var frábær hálfleikur sem lagði grunninn að þessu.“ Eyjamenn leiddu 2-0 í hálfleik í dag og voru að leika virkilega vel á köflum fyrir hlé. Eftir hálfleikspásuna voru það hins vegar Keflvíkingar sem tóku yfir og sóttu án afláts í lokin. „Þetta var karakter í seinni hálfleik, við vorum skrefinu á eftir og það vantaði aðeins upp á sömu læti og í fyrri hálfleik. Að landa þessu er það sem þetta snýst um, annar leikurinn í röð þar sem við löndum sigri og berjumst alveg með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Karakterinn í klefanum náði í þessi stig og við áttum þetta skilið.“ Eyjamenn þurfti að gera breytingu á sínu liði skömmu fyrir upphafsflaut í dag. Guðjón Orri Sigurjónsson, sem átti að vera í markinu, meiddist og inn í hans stað kom Jón Kristinn Elíasson. „Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur.“ Eyjaliðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir af þessari úrslitakeppni Bestu deildarinnar. „Seinni hluta mótsins hefur í heildina verið kraftur í okkur, góður taktur, stemmning og sjálfstraust. Við ætlum að keyra á þetta út þessa þrjá leiki. Okkur langar í níu stig í viðbót, það er alveg öruggt.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Eyjamenn hafa verið að gera góða hluti á heimavelli í síðustu leikjum. Þeir töpuðu síðast á Hásteinsvelli þann 15.júní í sumar og hafa leikið átta leiki heima í Eyjum án þess að tapa. „Við erum búnir að vera sterkir hérna frá miðju sumri, alveg gríðarlega sterkir. Við erum búnir að búa til ákveðið vígi hér, við vitum alveg hvað við ætlum að gera hér á Hásteinsvelli.“ „Það er búinn að vera ofboðslegur kraftur í liðinu og sérstaklega í fyrri hálfleik hér í dag, það var frábær hálfleikur sem lagði grunninn að þessu.“ Eyjamenn leiddu 2-0 í hálfleik í dag og voru að leika virkilega vel á köflum fyrir hlé. Eftir hálfleikspásuna voru það hins vegar Keflvíkingar sem tóku yfir og sóttu án afláts í lokin. „Þetta var karakter í seinni hálfleik, við vorum skrefinu á eftir og það vantaði aðeins upp á sömu læti og í fyrri hálfleik. Að landa þessu er það sem þetta snýst um, annar leikurinn í röð þar sem við löndum sigri og berjumst alveg með kjafti og klóm fram á síðustu mínútu. Karakterinn í klefanum náði í þessi stig og við áttum þetta skilið.“ Eyjamenn þurfti að gera breytingu á sínu liði skömmu fyrir upphafsflaut í dag. Guðjón Orri Sigurjónsson, sem átti að vera í markinu, meiddist og inn í hans stað kom Jón Kristinn Elíasson. „Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur.“ Eyjaliðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrír leikir eru eftir af þessari úrslitakeppni Bestu deildarinnar. „Seinni hluta mótsins hefur í heildina verið kraftur í okkur, góður taktur, stemmning og sjálfstraust. Við ætlum að keyra á þetta út þessa þrjá leiki. Okkur langar í níu stig í viðbót, það er alveg öruggt.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. 10. október 2022 17:39