„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2022 16:34 Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir fyrir þremur vikum grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Nöfn þriggja Pírata eru sögð hafa verði látin falla í samtali mannanna tveggja í miður geðslegu samhengi. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. RÚV hefur heimildir fyrir því að Helgi Hrafn hafi verið boðaður í viðtal og Smári staðfestir í samtali við miðilinn að hann hafi einnig verið boðaður. Björn Leví staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi á miðvikudag í síðustu viku verið boðaður í skýrslutöku til að lesa skilaboð sem tveir menn, sem nú sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins, sendu sín á milli. „Þar sem mér voru sýnd samskipti milli tveggja aðila þar sem nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu. Hann bætir við að spjall mannanna hafi verið „samfélagsmiðlalegt“ og að hann hafi ekki skynjað mikla alvöru á bakvið ummælin. Af lestri skilaboðanna að dæma hafi þeir frekar haft ummælin í flimtingum. Björn Leví útskýrir að tilefni spjalls mannanna tveggja hafi verið ljósmynd meðal annars af manni úti í búð sem þeir hafi talið að væri af Birni sem var síðan ekki raunin. „Þeir virtust ekki einu sinni þekkja fólkið sem þeir töluðu um í sjón, sem er alveg merkilegt út af fyrir sig. Alvarleikinn í kringum það var kannski ekki eins mikill og maður myndi kannski halda. Maður getur í það minnsta ekki tekið þetta eins alvarlega þegar þeir vita ekki einu sinni hver er hvað. Þetta voru svona almennari ummæli, það er allavega tilfinningin sem maður fékk en að sjálfsögðu slær þetta mann.“ Alvarleikinn blasi við þegar ummæli sem þessi séu látin falla af mönnum sem hafi verið að sanka að sér skotvopnum. „Auðvitað hefur þetta áhrif á mann og það er mjög slæmt þegar maður reynir að telja sér trú um að maður sé að standa fyrir einmitt mannréttindum og borgararéttinum og að hjálpa til við það að allir hafi það gott og hafi ofan í sig og á. Maður reynir að vera hugrakkur og standa gegn ofríki og rasisma þá er lausnin að hóta manni ofbeldi? Þá er erfiðara að vera hugrakkur.“ Björn Leví segir að við sem samfélag þurfum nú að hugsa um leiðir til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti gerst og að passa upp á að skilja engan eftir í samfélaginu. Nú þurfi að spyrja mikilvægra spurninga. „Hvers vegna fólk leiðist út í ofbeldi sem svar við einhverju? Það er aldrei eitthvað sem á að vera valmöguleiki. Við verðum að svara því og mennta okkur. Um leið og við erum farin að hugsa um ofbeldi sem einhvers konar lausn við einhverju sem við skynjum sem vandamál, þá er það vandamálið og þá þurfum við að leita okkur hjálpar.“ Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og úrskurðaði um eins vikna varðhald og einangrun. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
RÚV hefur heimildir fyrir því að Helgi Hrafn hafi verið boðaður í viðtal og Smári staðfestir í samtali við miðilinn að hann hafi einnig verið boðaður. Björn Leví staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi á miðvikudag í síðustu viku verið boðaður í skýrslutöku til að lesa skilaboð sem tveir menn, sem nú sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins, sendu sín á milli. „Þar sem mér voru sýnd samskipti milli tveggja aðila þar sem nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu. Hann bætir við að spjall mannanna hafi verið „samfélagsmiðlalegt“ og að hann hafi ekki skynjað mikla alvöru á bakvið ummælin. Af lestri skilaboðanna að dæma hafi þeir frekar haft ummælin í flimtingum. Björn Leví útskýrir að tilefni spjalls mannanna tveggja hafi verið ljósmynd meðal annars af manni úti í búð sem þeir hafi talið að væri af Birni sem var síðan ekki raunin. „Þeir virtust ekki einu sinni þekkja fólkið sem þeir töluðu um í sjón, sem er alveg merkilegt út af fyrir sig. Alvarleikinn í kringum það var kannski ekki eins mikill og maður myndi kannski halda. Maður getur í það minnsta ekki tekið þetta eins alvarlega þegar þeir vita ekki einu sinni hver er hvað. Þetta voru svona almennari ummæli, það er allavega tilfinningin sem maður fékk en að sjálfsögðu slær þetta mann.“ Alvarleikinn blasi við þegar ummæli sem þessi séu látin falla af mönnum sem hafi verið að sanka að sér skotvopnum. „Auðvitað hefur þetta áhrif á mann og það er mjög slæmt þegar maður reynir að telja sér trú um að maður sé að standa fyrir einmitt mannréttindum og borgararéttinum og að hjálpa til við það að allir hafi það gott og hafi ofan í sig og á. Maður reynir að vera hugrakkur og standa gegn ofríki og rasisma þá er lausnin að hóta manni ofbeldi? Þá er erfiðara að vera hugrakkur.“ Björn Leví segir að við sem samfélag þurfum nú að hugsa um leiðir til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti gerst og að passa upp á að skilja engan eftir í samfélaginu. Nú þurfi að spyrja mikilvægra spurninga. „Hvers vegna fólk leiðist út í ofbeldi sem svar við einhverju? Það er aldrei eitthvað sem á að vera valmöguleiki. Við verðum að svara því og mennta okkur. Um leið og við erum farin að hugsa um ofbeldi sem einhvers konar lausn við einhverju sem við skynjum sem vandamál, þá er það vandamálið og þá þurfum við að leita okkur hjálpar.“ Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og úrskurðaði um eins vikna varðhald og einangrun.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47