Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 11:50 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. Þingið var sett klukkan tíu en það stendur yfir í þrjá daga. Kosningar í forsetaembætti sambandsins fara fram á miðvikudaginn en tveir hafa gefið kost á sér í embættið; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar. Ragnar Þór er formaður VR.vísir/vilhelm „Ég geri ráð fyrir að þetta verði bara góð barátta og verði bara vel komið fram vona ég,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann tók við forsetaembætti ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér í sumar og gefur nú kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Hann vill ekki gefa upp hvort hann styðji Ragnar eða Ólöfu en segir: „Ég þekki Ragnar og hef unnið með Ragnari á undanförum árum. Það samstarf hefur gengið vel. Ólöfu þekki ég nú minna, eða þekki hana lítið. En þetta er auðvitað bara verkefni þingsins að vinna með og ákveða,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfaði sem varaformaður Eflingar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér síðasta haust. Hún tapaði svo í formannsslag Eflingar fyrir Sólveigu síðasta vor.Stöð 2/Egill Gustað hefur um verkalýðshreyfinguna síðasta rúma árið en segja má að deilur tveggja fylkinga innan ASÍ hafi náð hámarki þegar Drífa sagði af sér. Kristján vonar að hægt verði að lægja öldurnar því mikilvæg verkefni séu fram undan á þinginu, önnur en framboðsslagurinn. „Við erum að ræða húsnæðismál og velferð, förum yfir lífeyrismál, efnahagsmál og skatta. Og síðan auðvitað eru kjaramálin og vinnumarkaðurinn stóru þættirnir í því sem við munum ræða,“ segir Kristján Þórður. Komandi kjaraviðræður eru þar í brennidepli. „Auðvitað vonast maður til þess að í kjölfar þings að okkur takist að samþætta hópinn svoldið meira og auka samstarfið við gerð kjarasamninganna,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Þingið var sett klukkan tíu en það stendur yfir í þrjá daga. Kosningar í forsetaembætti sambandsins fara fram á miðvikudaginn en tveir hafa gefið kost á sér í embættið; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar. Ragnar Þór er formaður VR.vísir/vilhelm „Ég geri ráð fyrir að þetta verði bara góð barátta og verði bara vel komið fram vona ég,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann tók við forsetaembætti ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér í sumar og gefur nú kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Hann vill ekki gefa upp hvort hann styðji Ragnar eða Ólöfu en segir: „Ég þekki Ragnar og hef unnið með Ragnari á undanförum árum. Það samstarf hefur gengið vel. Ólöfu þekki ég nú minna, eða þekki hana lítið. En þetta er auðvitað bara verkefni þingsins að vinna með og ákveða,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfaði sem varaformaður Eflingar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér síðasta haust. Hún tapaði svo í formannsslag Eflingar fyrir Sólveigu síðasta vor.Stöð 2/Egill Gustað hefur um verkalýðshreyfinguna síðasta rúma árið en segja má að deilur tveggja fylkinga innan ASÍ hafi náð hámarki þegar Drífa sagði af sér. Kristján vonar að hægt verði að lægja öldurnar því mikilvæg verkefni séu fram undan á þinginu, önnur en framboðsslagurinn. „Við erum að ræða húsnæðismál og velferð, förum yfir lífeyrismál, efnahagsmál og skatta. Og síðan auðvitað eru kjaramálin og vinnumarkaðurinn stóru þættirnir í því sem við munum ræða,“ segir Kristján Þórður. Komandi kjaraviðræður eru þar í brennidepli. „Auðvitað vonast maður til þess að í kjölfar þings að okkur takist að samþætta hópinn svoldið meira og auka samstarfið við gerð kjarasamninganna,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira