Úlfur sló í magann á Allan en slapp við brottvísun. Samherji hans, Hrannar Ingi Jóhannsson, slapp ekki jafn vel og var rekinn af velli fyrir brot Úlfs. KA vann leikinn, 38-25.
„Þetta er bara ofbeldi fyrir mér. Fyrst eftir að ég sá þetta sagði ég á Twitter að þetta væru fimm leikir í bann. Þetta er bara ofbeldi. Hann kýlir með hnefanum beint í miltað á honum. Það er sorglegt að horfa á þetta,“ sagði Logi í Seinni bylgjunni á laugardaginn.
„Þarna sjáum við að hann er með hnefann á lofti. Svona vörn spilar enginn. Ef hann fer ekki í þriggja leikja bann veit ég ekki hvað ljótt brot er. Ég sagði fimm leikir á Twitter en var svolítið heitur. Ég þoli ekki svona ofbeldi í íþróttum. Þetta flokkast bara undir líkamsárás í mínum bókum.“
Í Seinni bylgjunni greindi Stefán Árni Pálsson frá því að atvikið væri komið inn á borð framkvæmdastjóra HSÍ og fer væntanlega þaðan til aganefndar.
Úlfur braut tvisvar illa á Allan í leiknum en eins og fjallað var um á handbolta.is með myndum Þóris Tryggvasonar. Í frétt handbolta.is sagðist Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagðist túlka brotið sem gróft útfrá myndum Þóris.
Brot Úlfs og umræðuna um það í Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.