Fótbolti

Maguire fékk vikufrí | Leikmannahópur United ósáttur

Atli Arason skrifar
Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag ásamt Harry Maguire.
Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag ásamt Harry Maguire. Getty Images

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, hefur ekki byrjað tímabilið vel. Maguire missti byrjunarliðssæti sitt hjá United og hefur legið undir gagnrýni frá breskum fjölmiðlum.

Maguire var ekki í leikmannahóp United í síðustu leikjum liðsins gegn Omonia í Evrópudeildinni og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla í læri

Erik ten Hag leyfði fyrirliðanum að fá vikufrí í Portúgal til að hreinsa hugann á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. 

Aðrir leikmenn United eru ekki svo hrifnir af því að Maguire hafi fengið frí en knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur verið harður í horn að taka varðandi agavandamál hjá Manchester United. Knattspyrnustjórinn hafði áður gefið út að allir leikmenn, meiddir eða ekki, yrðu að vera í kringum liðið á æfingasvæðinu

„Í tilviki Harry eru aðrar aðstæður að baki. Knattspyrnustjórinn vildi að hann fengi andlegt frí til þess að eiga betur við þá pressu sem leikmaðurinn [Maguire] er undir,“ sagði heimildarmaður The Sun

Manchester United mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18.00 í dag en Maguire mun ekki taka þátt í leiknum vegna áðurnefndra meiðsla í læri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×