Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. október 2022 16:33 Karen Ósk biðlar til fólks að vera heima á morgun. vísir Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. „Staðan er bara góð. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu núna eins og alltaf, allan sólarhringinn, allt árið. Við höfum verið að sækja fundi með veðurstofunni, almannavörnum og fleiri viðbragðsaðilum vegna þess sem koma skal og verið að undirbúa okkur undir næstu sólarhringa,“ sagði Karen Ósk Lárusdóttir, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma. Biðlar til fólks að vera heima Karen býst við að verkefni morgundagsins verði hefðbundin óveðursverkefni en muni helst snúa að föstum bílum. Hún hvetur fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Hlusta á viðvaranir, fara eftir því sem lögreglan óskar eftir og Almananvarnir. Vera heima og fara varlega. Það skiptir öllu máli.“ Björgunarsveitir um allt land eru klárar.vísir/vilhelm Unnið er að því að viðvaranir verði sendar til fólks á vissum svæðum með smáskilaboðum. „Það er verið að skoða hvort það sé hægt að senda sms skilaboð á afmarkað svæði, ef að símar fari inn fyrir ákveðið svæði þá komi viðvörunarskilaboð um að framundan séu lokaðir fjallvegir og svo framvegis.“ Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu á norðurlandi á morgun, yfir 50 millimetrum víða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum, en mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Veður Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
„Staðan er bara góð. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu núna eins og alltaf, allan sólarhringinn, allt árið. Við höfum verið að sækja fundi með veðurstofunni, almannavörnum og fleiri viðbragðsaðilum vegna þess sem koma skal og verið að undirbúa okkur undir næstu sólarhringa,“ sagði Karen Ósk Lárusdóttir, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma. Biðlar til fólks að vera heima Karen býst við að verkefni morgundagsins verði hefðbundin óveðursverkefni en muni helst snúa að föstum bílum. Hún hvetur fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda. „Hlusta á viðvaranir, fara eftir því sem lögreglan óskar eftir og Almananvarnir. Vera heima og fara varlega. Það skiptir öllu máli.“ Björgunarsveitir um allt land eru klárar.vísir/vilhelm Unnið er að því að viðvaranir verði sendar til fólks á vissum svæðum með smáskilaboðum. „Það er verið að skoða hvort það sé hægt að senda sms skilaboð á afmarkað svæði, ef að símar fari inn fyrir ákveðið svæði þá komi viðvörunarskilaboð um að framundan séu lokaðir fjallvegir og svo framvegis.“ Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu á norðurlandi á morgun, yfir 50 millimetrum víða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum, en mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun.
Veður Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira