Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2022 12:16 Íbúar Mýrdalshrepps og gestir þeirra hafa meira en nóg að gera við að sækja alla viðburði hátíðarinnar. Aðsend Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna. Regnbogahátíðin er nú haldin í sextánda sinn en hún er alltaf haldin að hausti þegar aðrar bæjarhátíðir í landinu eru búnar. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og lýkur síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar. “Það er ýmislegt í gangi og hér liggur fegurðin í fjölbreytileikanum. Við erum svo heppin hér í Mýrdalshreppi að vera mjög fjölbreytt samfélag og það kemur mjög sterkt í gegn í Regnboganum,” segir Harpa Elín og bætir við. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt.Aðsend “Þetta er mjög mikið hátíð Mýrdælinga því fólk er að taka virkan þátt. Það er verið að skreyta húsin og að er verið að bjóða í opin hús þar sem fólk er að sýna hvað það er að gera heima fyrir og svo eru líka tónleikar, klassískir, popp og allskonar.” Í gærkvöldi var alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu, sem er einn af hápunktum hátíðarinnar og í dag er fjölbreytt dagskrá eins og Regnbogamarkaðurinn í Leikskálum og fjölbreytt barnadagskrá verður í gangi. “Og svo er það hann Skaftfellingur en við erum náttúrulega með það merka skip hjá okkur í Skaftfellingsskemmu, mikil stjarna hérna hjá okkur. Nú ætlum við að halda svolítið upp á það skip því það á mikla og merkileg sögu og akkúrat í ár eru 80 ár frá því að þeir á skipinu björguðu þýskum hermönnum í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni," segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar.Aðsend Í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Vík og í kjölfarið verður haldið ball með hljómsveitinni nítján hundruð, sem er með miklar Mýrdælskarrætur. Í fyrramálið verður síðan hátíðarmessa í Víkurkirkju og kaffi á eftir og síðdegis mættir KK í kirkjuna með tónleika, sem verður síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar 2022. Hér má sjá dagskrá Regnbogahátíðarinnar, sem allir eru velkomnir á. Eitt af atriðum hátíðarinnar.Aðsend Mýrdalshreppur Menning Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Regnbogahátíðin er nú haldin í sextánda sinn en hún er alltaf haldin að hausti þegar aðrar bæjarhátíðir í landinu eru búnar. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og lýkur síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar. “Það er ýmislegt í gangi og hér liggur fegurðin í fjölbreytileikanum. Við erum svo heppin hér í Mýrdalshreppi að vera mjög fjölbreytt samfélag og það kemur mjög sterkt í gegn í Regnboganum,” segir Harpa Elín og bætir við. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt.Aðsend “Þetta er mjög mikið hátíð Mýrdælinga því fólk er að taka virkan þátt. Það er verið að skreyta húsin og að er verið að bjóða í opin hús þar sem fólk er að sýna hvað það er að gera heima fyrir og svo eru líka tónleikar, klassískir, popp og allskonar.” Í gærkvöldi var alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu, sem er einn af hápunktum hátíðarinnar og í dag er fjölbreytt dagskrá eins og Regnbogamarkaðurinn í Leikskálum og fjölbreytt barnadagskrá verður í gangi. “Og svo er það hann Skaftfellingur en við erum náttúrulega með það merka skip hjá okkur í Skaftfellingsskemmu, mikil stjarna hérna hjá okkur. Nú ætlum við að halda svolítið upp á það skip því það á mikla og merkileg sögu og akkúrat í ár eru 80 ár frá því að þeir á skipinu björguðu þýskum hermönnum í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni," segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir er ein af skipuleggjendum Regnbogahátíðarinnar.Aðsend Í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Vík og í kjölfarið verður haldið ball með hljómsveitinni nítján hundruð, sem er með miklar Mýrdælskarrætur. Í fyrramálið verður síðan hátíðarmessa í Víkurkirkju og kaffi á eftir og síðdegis mættir KK í kirkjuna með tónleika, sem verður síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar 2022. Hér má sjá dagskrá Regnbogahátíðarinnar, sem allir eru velkomnir á. Eitt af atriðum hátíðarinnar.Aðsend
Mýrdalshreppur Menning Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira