Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. október 2022 08:00 Getty Images Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira