Feginn að vita hverjum Ísland mætir: „Rosalegur kraftur í Portúgal“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 07:31 Ísland átti möguleika á að tryggja sig inn á HM í síðasta mánuði en tapaði gegn Hollandi með marki í uppbótartíma. Nýtt tækifæri gefst í Portúgal á þriðjudaginn en það er jafnframt síðasti séns. Getty/Patrick Goosen „Það er gott að vita það núna við hverjar við erum að fara að spila,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Íslendingar vita núna að úrslitaleikurinn um sæti á HM verður gegn Portúgal en ekki Belgíu. Leikurinn sem ræður því hvort Ísland komist á HM í fyrsta sinn er á þriðjudaginn í portúgalska bænum Pacos de Ferreira, og setti Icelandair í gærkvöld í sölu ferð á leikinn mikilvæga. Portúgal tók á móti Belgíu í gærkvöld og hefðu Belgar unnið væru Íslendingar á leið til Brussel. Þess í stað heldur íslenska liðið kyrru fyrir í Portúgal en það hefur verið við æfingar í Algarve. Portúgal fagnaði nefnilega sætum 2-1 sigri gegn Belgíu og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum innilega, nánast eins og HM-farseðillinn væri í höfn. Liðið hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumótum en líkt og Ísland aldrei komist á HM. ! Mais um passo dado rumo ao Mundial! #VesteABandeira ! One more step! Next stop: Paços de Ferreira! #WearTheFlag pic.twitter.com/Kz3CfyvotO— Portugal (@selecaoportugal) October 6, 2022 Það var á Þorsteini að heyra í gærkvöld að hann hefði frekar búist við því að endurnýja kynnin við Belga, sem Ísland mætti á EM í sumar, en hann hrósaði Portúgal fyrir frábæran leik gegn Belgum: „Við vorum að horfa á leikinn og Portúgalsliðið var frábært í þessum leik og átti sigurinn skilið. Þær voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Það eru greinilega einhver meiðslavandræði í sóknarhlutanum hjá Belgíu, svo þær áttu erfitt með að skapa sér eitthvað og halda í boltann þegar þær voru komnar fram á við. Það hafði greinilega áhrif að það vantaði tvo mikilvæga pósta í sóknarleikinn, svo hann varð bitlausari. En það var rosalegur kraftur í Portúgal, þær fórnuðu öllu í þetta og spiluðu virkilega góðan og flottan leik,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn H. Halldórsson ræddi við KSÍ TV um Portúgal, mótherja liðsins í umspili fyrir HM 2023.#dottir #alltundir pic.twitter.com/vItyxMER7d— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Leikur Portúgals og Íslands er þriðjudaginn 11. október klukkan 17 að íslenskum tíma. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið á HM í Eyjaálfu 2023 en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04 „Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Leikurinn sem ræður því hvort Ísland komist á HM í fyrsta sinn er á þriðjudaginn í portúgalska bænum Pacos de Ferreira, og setti Icelandair í gærkvöld í sölu ferð á leikinn mikilvæga. Portúgal tók á móti Belgíu í gærkvöld og hefðu Belgar unnið væru Íslendingar á leið til Brussel. Þess í stað heldur íslenska liðið kyrru fyrir í Portúgal en það hefur verið við æfingar í Algarve. Portúgal fagnaði nefnilega sætum 2-1 sigri gegn Belgíu og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum innilega, nánast eins og HM-farseðillinn væri í höfn. Liðið hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumótum en líkt og Ísland aldrei komist á HM. ! Mais um passo dado rumo ao Mundial! #VesteABandeira ! One more step! Next stop: Paços de Ferreira! #WearTheFlag pic.twitter.com/Kz3CfyvotO— Portugal (@selecaoportugal) October 6, 2022 Það var á Þorsteini að heyra í gærkvöld að hann hefði frekar búist við því að endurnýja kynnin við Belga, sem Ísland mætti á EM í sumar, en hann hrósaði Portúgal fyrir frábæran leik gegn Belgum: „Við vorum að horfa á leikinn og Portúgalsliðið var frábært í þessum leik og átti sigurinn skilið. Þær voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Það eru greinilega einhver meiðslavandræði í sóknarhlutanum hjá Belgíu, svo þær áttu erfitt með að skapa sér eitthvað og halda í boltann þegar þær voru komnar fram á við. Það hafði greinilega áhrif að það vantaði tvo mikilvæga pósta í sóknarleikinn, svo hann varð bitlausari. En það var rosalegur kraftur í Portúgal, þær fórnuðu öllu í þetta og spiluðu virkilega góðan og flottan leik,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn H. Halldórsson ræddi við KSÍ TV um Portúgal, mótherja liðsins í umspili fyrir HM 2023.#dottir #alltundir pic.twitter.com/vItyxMER7d— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Leikur Portúgals og Íslands er þriðjudaginn 11. október klukkan 17 að íslenskum tíma. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið á HM í Eyjaálfu 2023 en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04 „Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04
„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01