Feginn að vita hverjum Ísland mætir: „Rosalegur kraftur í Portúgal“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 07:31 Ísland átti möguleika á að tryggja sig inn á HM í síðasta mánuði en tapaði gegn Hollandi með marki í uppbótartíma. Nýtt tækifæri gefst í Portúgal á þriðjudaginn en það er jafnframt síðasti séns. Getty/Patrick Goosen „Það er gott að vita það núna við hverjar við erum að fara að spila,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Íslendingar vita núna að úrslitaleikurinn um sæti á HM verður gegn Portúgal en ekki Belgíu. Leikurinn sem ræður því hvort Ísland komist á HM í fyrsta sinn er á þriðjudaginn í portúgalska bænum Pacos de Ferreira, og setti Icelandair í gærkvöld í sölu ferð á leikinn mikilvæga. Portúgal tók á móti Belgíu í gærkvöld og hefðu Belgar unnið væru Íslendingar á leið til Brussel. Þess í stað heldur íslenska liðið kyrru fyrir í Portúgal en það hefur verið við æfingar í Algarve. Portúgal fagnaði nefnilega sætum 2-1 sigri gegn Belgíu og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum innilega, nánast eins og HM-farseðillinn væri í höfn. Liðið hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumótum en líkt og Ísland aldrei komist á HM. ! Mais um passo dado rumo ao Mundial! #VesteABandeira ! One more step! Next stop: Paços de Ferreira! #WearTheFlag pic.twitter.com/Kz3CfyvotO— Portugal (@selecaoportugal) October 6, 2022 Það var á Þorsteini að heyra í gærkvöld að hann hefði frekar búist við því að endurnýja kynnin við Belga, sem Ísland mætti á EM í sumar, en hann hrósaði Portúgal fyrir frábæran leik gegn Belgum: „Við vorum að horfa á leikinn og Portúgalsliðið var frábært í þessum leik og átti sigurinn skilið. Þær voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Það eru greinilega einhver meiðslavandræði í sóknarhlutanum hjá Belgíu, svo þær áttu erfitt með að skapa sér eitthvað og halda í boltann þegar þær voru komnar fram á við. Það hafði greinilega áhrif að það vantaði tvo mikilvæga pósta í sóknarleikinn, svo hann varð bitlausari. En það var rosalegur kraftur í Portúgal, þær fórnuðu öllu í þetta og spiluðu virkilega góðan og flottan leik,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn H. Halldórsson ræddi við KSÍ TV um Portúgal, mótherja liðsins í umspili fyrir HM 2023.#dottir #alltundir pic.twitter.com/vItyxMER7d— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Leikur Portúgals og Íslands er þriðjudaginn 11. október klukkan 17 að íslenskum tíma. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið á HM í Eyjaálfu 2023 en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04 „Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Leikurinn sem ræður því hvort Ísland komist á HM í fyrsta sinn er á þriðjudaginn í portúgalska bænum Pacos de Ferreira, og setti Icelandair í gærkvöld í sölu ferð á leikinn mikilvæga. Portúgal tók á móti Belgíu í gærkvöld og hefðu Belgar unnið væru Íslendingar á leið til Brussel. Þess í stað heldur íslenska liðið kyrru fyrir í Portúgal en það hefur verið við æfingar í Algarve. Portúgal fagnaði nefnilega sætum 2-1 sigri gegn Belgíu og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum innilega, nánast eins og HM-farseðillinn væri í höfn. Liðið hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumótum en líkt og Ísland aldrei komist á HM. ! Mais um passo dado rumo ao Mundial! #VesteABandeira ! One more step! Next stop: Paços de Ferreira! #WearTheFlag pic.twitter.com/Kz3CfyvotO— Portugal (@selecaoportugal) October 6, 2022 Það var á Þorsteini að heyra í gærkvöld að hann hefði frekar búist við því að endurnýja kynnin við Belga, sem Ísland mætti á EM í sumar, en hann hrósaði Portúgal fyrir frábæran leik gegn Belgum: „Við vorum að horfa á leikinn og Portúgalsliðið var frábært í þessum leik og átti sigurinn skilið. Þær voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Það eru greinilega einhver meiðslavandræði í sóknarhlutanum hjá Belgíu, svo þær áttu erfitt með að skapa sér eitthvað og halda í boltann þegar þær voru komnar fram á við. Það hafði greinilega áhrif að það vantaði tvo mikilvæga pósta í sóknarleikinn, svo hann varð bitlausari. En það var rosalegur kraftur í Portúgal, þær fórnuðu öllu í þetta og spiluðu virkilega góðan og flottan leik,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn H. Halldórsson ræddi við KSÍ TV um Portúgal, mótherja liðsins í umspili fyrir HM 2023.#dottir #alltundir pic.twitter.com/vItyxMER7d— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Leikur Portúgals og Íslands er þriðjudaginn 11. október klukkan 17 að íslenskum tíma. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið á HM í Eyjaálfu 2023 en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04 „Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04
„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01