Feginn að vita hverjum Ísland mætir: „Rosalegur kraftur í Portúgal“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 07:31 Ísland átti möguleika á að tryggja sig inn á HM í síðasta mánuði en tapaði gegn Hollandi með marki í uppbótartíma. Nýtt tækifæri gefst í Portúgal á þriðjudaginn en það er jafnframt síðasti séns. Getty/Patrick Goosen „Það er gott að vita það núna við hverjar við erum að fara að spila,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Íslendingar vita núna að úrslitaleikurinn um sæti á HM verður gegn Portúgal en ekki Belgíu. Leikurinn sem ræður því hvort Ísland komist á HM í fyrsta sinn er á þriðjudaginn í portúgalska bænum Pacos de Ferreira, og setti Icelandair í gærkvöld í sölu ferð á leikinn mikilvæga. Portúgal tók á móti Belgíu í gærkvöld og hefðu Belgar unnið væru Íslendingar á leið til Brussel. Þess í stað heldur íslenska liðið kyrru fyrir í Portúgal en það hefur verið við æfingar í Algarve. Portúgal fagnaði nefnilega sætum 2-1 sigri gegn Belgíu og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum innilega, nánast eins og HM-farseðillinn væri í höfn. Liðið hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumótum en líkt og Ísland aldrei komist á HM. ! Mais um passo dado rumo ao Mundial! #VesteABandeira ! One more step! Next stop: Paços de Ferreira! #WearTheFlag pic.twitter.com/Kz3CfyvotO— Portugal (@selecaoportugal) October 6, 2022 Það var á Þorsteini að heyra í gærkvöld að hann hefði frekar búist við því að endurnýja kynnin við Belga, sem Ísland mætti á EM í sumar, en hann hrósaði Portúgal fyrir frábæran leik gegn Belgum: „Við vorum að horfa á leikinn og Portúgalsliðið var frábært í þessum leik og átti sigurinn skilið. Þær voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Það eru greinilega einhver meiðslavandræði í sóknarhlutanum hjá Belgíu, svo þær áttu erfitt með að skapa sér eitthvað og halda í boltann þegar þær voru komnar fram á við. Það hafði greinilega áhrif að það vantaði tvo mikilvæga pósta í sóknarleikinn, svo hann varð bitlausari. En það var rosalegur kraftur í Portúgal, þær fórnuðu öllu í þetta og spiluðu virkilega góðan og flottan leik,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn H. Halldórsson ræddi við KSÍ TV um Portúgal, mótherja liðsins í umspili fyrir HM 2023.#dottir #alltundir pic.twitter.com/vItyxMER7d— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Leikur Portúgals og Íslands er þriðjudaginn 11. október klukkan 17 að íslenskum tíma. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið á HM í Eyjaálfu 2023 en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04 „Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Leikurinn sem ræður því hvort Ísland komist á HM í fyrsta sinn er á þriðjudaginn í portúgalska bænum Pacos de Ferreira, og setti Icelandair í gærkvöld í sölu ferð á leikinn mikilvæga. Portúgal tók á móti Belgíu í gærkvöld og hefðu Belgar unnið væru Íslendingar á leið til Brussel. Þess í stað heldur íslenska liðið kyrru fyrir í Portúgal en það hefur verið við æfingar í Algarve. Portúgal fagnaði nefnilega sætum 2-1 sigri gegn Belgíu og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum innilega, nánast eins og HM-farseðillinn væri í höfn. Liðið hefur verið með á síðustu tveimur Evrópumótum en líkt og Ísland aldrei komist á HM. ! Mais um passo dado rumo ao Mundial! #VesteABandeira ! One more step! Next stop: Paços de Ferreira! #WearTheFlag pic.twitter.com/Kz3CfyvotO— Portugal (@selecaoportugal) October 6, 2022 Það var á Þorsteini að heyra í gærkvöld að hann hefði frekar búist við því að endurnýja kynnin við Belga, sem Ísland mætti á EM í sumar, en hann hrósaði Portúgal fyrir frábæran leik gegn Belgum: „Við vorum að horfa á leikinn og Portúgalsliðið var frábært í þessum leik og átti sigurinn skilið. Þær voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Þorsteinn í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. „Það eru greinilega einhver meiðslavandræði í sóknarhlutanum hjá Belgíu, svo þær áttu erfitt með að skapa sér eitthvað og halda í boltann þegar þær voru komnar fram á við. Það hafði greinilega áhrif að það vantaði tvo mikilvæga pósta í sóknarleikinn, svo hann varð bitlausari. En það var rosalegur kraftur í Portúgal, þær fórnuðu öllu í þetta og spiluðu virkilega góðan og flottan leik,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn H. Halldórsson ræddi við KSÍ TV um Portúgal, mótherja liðsins í umspili fyrir HM 2023.#dottir #alltundir pic.twitter.com/vItyxMER7d— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Leikur Portúgals og Íslands er þriðjudaginn 11. október klukkan 17 að íslenskum tíma. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið á HM í Eyjaálfu 2023 en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04 „Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld. 6. október 2022 19:04
„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. 6. október 2022 15:01