Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 76-84 | Stjarnan lagði ríkjandi Íslandsmeistara að velli Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2022 22:00 Stjarnan vann góðan sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Valur og Stjarnan áttust við í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Origo-höllinni að Hlíðaranda í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 76-84 Stjörnunni í vil. Valsmenn, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar, voru tveimur stigum yfir, 21-19, eftir fyrsta leikhluta. Adama Darbo setti niður þrjú fyrstu þriggja stiga skot sín í leiknum fyrir Stjörnuna en hinum megin dreifðist stigaskorunin á milli nokkurra leikmanna. Heimamenn settu niður þrjú þriggja stiga skot á skömmum tíma í upphafi annars leikhluta en Frank Aron Booker kom Val í 30-22 með annarri þriggja stiga körfu sinni í leiknum. Benóný Svanur Sigurðsson hafði á þessum tímapunkti sett niður þrjú af þeim fjórum þriggja stiga skotum sem hann hafði hlaðið í. Þá tóku Stjörnumenn við sér og settu níu stig í röð en það var Friðrik Anton Jónsson sem kom gestunum í 30-31 með því að setja niður þrist. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins en Pablo Cesar Bartone setti niður síðustu stig annnars leikhluta og kom Val í 43-41. Þegar hér var komið við sögu var Julius Jucikas, leikmaður Stjörnunnar, stigahæstur á vellinum með 17 stig en Frank Aron Booker var atkvæðamestur hjá Val með 12 stig en þau stig komu öll úr þriggja stiga körfum. Leikurinn var áfram hnífjafn í þriðja leikhluta en þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum jafnaði Ozren Pavlovic, nýr leikmaður Vals, metin með þriðja þristinum sínum í leiknum. Stjarnan var þremur stigum yfir, 61-58, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann þökk sé þriggja stiga körfu Kristjáns Fannars Ingólfssonar. Adama Darboe kom svo Stjörnunni tíu stigum yfir í 70-60 þegar þrjár mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Pablo Cesar Bertone minnkaði svo muninn í fjögur stig, 72-68, með því að setja boltann í spjaldið og ofan í fyrir utan þriggja stiga línuna um miðbik leikhlutans. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum vildi Kristófer Acox fá villu í stöðunni 75-70 en dómarar leiksins voru aftur á móti ekki á sama máli. Kristófer þótti mótmæla þeim dómi svo harkalega að hann var sendur úr húsi. Gestirnir úr Garðabænum reyndust svo sterkari á lokamínútum leiksins og voru komnir með tíu stiga forskot þegar um mínúta var eftir af leiknum. Valsmenn náðu aldrei að brúa það bil og niðurstaðan varð því átta stiga sigur Stjörnunnar, 74-86. Julius Jucikas skoraði mest fyrir Stjörnuna í leiknum eða 24 stig en Adama Darboe kom næstur með 18 stig og Robert Eugene Turner bætti 16 stigum við í sarpinn. Ozren Pavlovic var stigahæstur hjá Val með 21 stig og þar á eftir kom Frank Aron Booker með 17 stig. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson: Verðum að passa boltann betur „Það er gott að komast á blað strax í fyrstu umferðinni og við spiluðum ágætlega í þessum leik. Við erum hins vegar svolítið heppnir að mæta Val á þessum tímapunkti þar sem liðið mætir þó nokkuð laskað inn í tímabilið. Þeir verða illviðráðanlegir þegar líða tekur á leiktíðina," sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, hæfilega sáttur að leik loknum. „Ég var sáttastur við framlag Kristjáns Fannars og Friðriks Antons, sem eru tveir af þeim ungu leikmönnum sem við ætlum að satsa á í vetur. Það er hins vegar margt sem við getum lagað og þurfum að gera betur í næsta leik," sagði Arnar. „Við verðum til að mynda að passa boltann mun betur þegar við mætum Keflavík í næstu umferð og vera agaðri í sóknarleiknum. Við sluppum það að tapa boltanum trekk í trekk í kvöld en við munum ekki gera það gegn Keflvíkingum," sagði þjálfarinn um framhaldið. Tilkynnt var í dag að Arnar hafi verið ráðinn í þjálfarateymi danska karlalandsliðsins. Hann er spenntur fyrir því verkefni: „Ég vissi ekki að það væri búið að tilkynna þetta en ég er bara mjög spenntur fyrir þessu verkefni . Ég á góða félaga hjá danska körfuboltasambandinu eftir að hafa unnið lengi í Danmörku og það verður gaman að endurnýja kynnin við þá og vinna með þeim." Finnur Freyr: Fórum illa að ráði okkar í fjórða leihluta „Mér fannst orkan meiri hjá þeim heilt yfir í leiknum en við misstum dampinn í fjórða leikhluta og kannski vantaði okkur fleiri ferska fætur undir lokin til þess að snúa taflinu aftur okkur í vil," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. „Það var svo slæmt að missa Benóný Svan í hálfleik en hann hafði spilað vel þar til hann varð fyrir meiðslum. Eins og hjá öllum liðum á þessum tíma árs er margt sem við getum gert betur og nú þurfum við bara af fara yfir og halda áfram að vinna í að bæta okkar leik," sagði hann enn fremur. Finnur Freyr hafði lítið að segja um að Kristófer hafi verið sendur úr húsi þegar Stjarnan var að vinna upp forskot sitt um miðjan fjórða leikhluta. „Ég bara sá þetta ekki nógu vel og veit ekki almennilega hvað átti sér stað þannig að ég get ekki tjáð mig um það atvik," sagði þjálfari Vals um ákvörðun dómaranna. Finnur Freyr Stefánsson segir að Valsliðið hafi verk að vinna. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hafði meiri orku á tanknum þegar líða tók á leikinn og seig fram úr. Leikmenn Vals létu svo dómaratríóið fara mikið í taugarnar á sér þegar mest á reyndi og eyddu púðri í að mótmæla þeirra ákvörðunum í stað þess að einbeita sér að fullu að sínum leik. Það bætti ekki úr skák fyrir þá. Hverjir sköruðu fram úr? Julius Jucikas var afar öflugur fyrir Stjörnuna og þá fór Adama Darboe afar vel með þriggja stiga skotin sín í leiknumm. Fjögur af fimm skotum hans fyrir utan þriggja stiga línuna rötuðu rétta leið. Ozren Pavlovic skilaði fínu kvöldverki fyrir Val. Hvað gekk illa? Það var ákveðinn haustbragur á þessum leik og bæði lið töpuðu þó nokkrum boltum á fremur klaufalegan hátt. Kristófer Acox náði svo ekki að halda haus þegar liðsfélagar hans þurftu á honum að halda við að koma til baka. Hvað gerist næst? Stjarnan mætir Keflavík í næstu umferð deilarinnar í Ásgarði á fimmtudaginn eftir viku. Á föstudagsvköldið í næstu viku sækir Valur svo Grindavík heim í HS Orku-höllina suður með sjó. Subway-deild karla Valur Stjarnan
Valur og Stjarnan áttust við í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Origo-höllinni að Hlíðaranda í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 76-84 Stjörnunni í vil. Valsmenn, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar, voru tveimur stigum yfir, 21-19, eftir fyrsta leikhluta. Adama Darbo setti niður þrjú fyrstu þriggja stiga skot sín í leiknum fyrir Stjörnuna en hinum megin dreifðist stigaskorunin á milli nokkurra leikmanna. Heimamenn settu niður þrjú þriggja stiga skot á skömmum tíma í upphafi annars leikhluta en Frank Aron Booker kom Val í 30-22 með annarri þriggja stiga körfu sinni í leiknum. Benóný Svanur Sigurðsson hafði á þessum tímapunkti sett niður þrjú af þeim fjórum þriggja stiga skotum sem hann hafði hlaðið í. Þá tóku Stjörnumenn við sér og settu níu stig í röð en það var Friðrik Anton Jónsson sem kom gestunum í 30-31 með því að setja niður þrist. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins en Pablo Cesar Bartone setti niður síðustu stig annnars leikhluta og kom Val í 43-41. Þegar hér var komið við sögu var Julius Jucikas, leikmaður Stjörnunnar, stigahæstur á vellinum með 17 stig en Frank Aron Booker var atkvæðamestur hjá Val með 12 stig en þau stig komu öll úr þriggja stiga körfum. Leikurinn var áfram hnífjafn í þriðja leikhluta en þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum jafnaði Ozren Pavlovic, nýr leikmaður Vals, metin með þriðja þristinum sínum í leiknum. Stjarnan var þremur stigum yfir, 61-58, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann þökk sé þriggja stiga körfu Kristjáns Fannars Ingólfssonar. Adama Darboe kom svo Stjörnunni tíu stigum yfir í 70-60 þegar þrjár mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Pablo Cesar Bertone minnkaði svo muninn í fjögur stig, 72-68, með því að setja boltann í spjaldið og ofan í fyrir utan þriggja stiga línuna um miðbik leikhlutans. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum vildi Kristófer Acox fá villu í stöðunni 75-70 en dómarar leiksins voru aftur á móti ekki á sama máli. Kristófer þótti mótmæla þeim dómi svo harkalega að hann var sendur úr húsi. Gestirnir úr Garðabænum reyndust svo sterkari á lokamínútum leiksins og voru komnir með tíu stiga forskot þegar um mínúta var eftir af leiknum. Valsmenn náðu aldrei að brúa það bil og niðurstaðan varð því átta stiga sigur Stjörnunnar, 74-86. Julius Jucikas skoraði mest fyrir Stjörnuna í leiknum eða 24 stig en Adama Darboe kom næstur með 18 stig og Robert Eugene Turner bætti 16 stigum við í sarpinn. Ozren Pavlovic var stigahæstur hjá Val með 21 stig og þar á eftir kom Frank Aron Booker með 17 stig. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson: Verðum að passa boltann betur „Það er gott að komast á blað strax í fyrstu umferðinni og við spiluðum ágætlega í þessum leik. Við erum hins vegar svolítið heppnir að mæta Val á þessum tímapunkti þar sem liðið mætir þó nokkuð laskað inn í tímabilið. Þeir verða illviðráðanlegir þegar líða tekur á leiktíðina," sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, hæfilega sáttur að leik loknum. „Ég var sáttastur við framlag Kristjáns Fannars og Friðriks Antons, sem eru tveir af þeim ungu leikmönnum sem við ætlum að satsa á í vetur. Það er hins vegar margt sem við getum lagað og þurfum að gera betur í næsta leik," sagði Arnar. „Við verðum til að mynda að passa boltann mun betur þegar við mætum Keflavík í næstu umferð og vera agaðri í sóknarleiknum. Við sluppum það að tapa boltanum trekk í trekk í kvöld en við munum ekki gera það gegn Keflvíkingum," sagði þjálfarinn um framhaldið. Tilkynnt var í dag að Arnar hafi verið ráðinn í þjálfarateymi danska karlalandsliðsins. Hann er spenntur fyrir því verkefni: „Ég vissi ekki að það væri búið að tilkynna þetta en ég er bara mjög spenntur fyrir þessu verkefni . Ég á góða félaga hjá danska körfuboltasambandinu eftir að hafa unnið lengi í Danmörku og það verður gaman að endurnýja kynnin við þá og vinna með þeim." Finnur Freyr: Fórum illa að ráði okkar í fjórða leihluta „Mér fannst orkan meiri hjá þeim heilt yfir í leiknum en við misstum dampinn í fjórða leikhluta og kannski vantaði okkur fleiri ferska fætur undir lokin til þess að snúa taflinu aftur okkur í vil," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. „Það var svo slæmt að missa Benóný Svan í hálfleik en hann hafði spilað vel þar til hann varð fyrir meiðslum. Eins og hjá öllum liðum á þessum tíma árs er margt sem við getum gert betur og nú þurfum við bara af fara yfir og halda áfram að vinna í að bæta okkar leik," sagði hann enn fremur. Finnur Freyr hafði lítið að segja um að Kristófer hafi verið sendur úr húsi þegar Stjarnan var að vinna upp forskot sitt um miðjan fjórða leikhluta. „Ég bara sá þetta ekki nógu vel og veit ekki almennilega hvað átti sér stað þannig að ég get ekki tjáð mig um það atvik," sagði þjálfari Vals um ákvörðun dómaranna. Finnur Freyr Stefánsson segir að Valsliðið hafi verk að vinna. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hafði meiri orku á tanknum þegar líða tók á leikinn og seig fram úr. Leikmenn Vals létu svo dómaratríóið fara mikið í taugarnar á sér þegar mest á reyndi og eyddu púðri í að mótmæla þeirra ákvörðunum í stað þess að einbeita sér að fullu að sínum leik. Það bætti ekki úr skák fyrir þá. Hverjir sköruðu fram úr? Julius Jucikas var afar öflugur fyrir Stjörnuna og þá fór Adama Darboe afar vel með þriggja stiga skotin sín í leiknumm. Fjögur af fimm skotum hans fyrir utan þriggja stiga línuna rötuðu rétta leið. Ozren Pavlovic skilaði fínu kvöldverki fyrir Val. Hvað gekk illa? Það var ákveðinn haustbragur á þessum leik og bæði lið töpuðu þó nokkrum boltum á fremur klaufalegan hátt. Kristófer Acox náði svo ekki að halda haus þegar liðsfélagar hans þurftu á honum að halda við að koma til baka. Hvað gerist næst? Stjarnan mætir Keflavík í næstu umferð deilarinnar í Ásgarði á fimmtudaginn eftir viku. Á föstudagsvköldið í næstu viku sækir Valur svo Grindavík heim í HS Orku-höllina suður með sjó.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti