„Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt“ Snorri Másson skrifar 6. október 2022 12:00 Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri, eru sagðir vera í aðdraganda forsetakosninga innan Alþýðusambandsins sem fara fram síðar í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir það skelfilegt að seðlabankastjóri skuli beina þeim skilaboðum til aðila vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna. Eina tækifæri launafólks í vaxtaumhverfinu nú til að rétta sín kjör sé þegar kjarasamningar eru lausir. Það var tiltölulega fyrirséð að til vægrar vaxtahækkunar kæmi í ákvörðun Seðlabankans í gær, 0,25 prósentustig. En það sem hefur vakið meiri athygli eru ummæli seðlabankastjóra. Hann sagði að seðlabankinn hefði nú lagt sitt af mörkum og spurði hvort stjórnvöld og vinnumarkaðurinn hygðust nú gera slíkt hið sama. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir þessi skilaboð seðlabanka fyrirsjáanleg en engu að síður sorgleg. „Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt að því leytinu til að þegar við semjum um 90 þúsund króna hækkun í fjögurra ára samningi, sem gerir í kringum 23-24 þúsund krónur á ári í launahækkun, að á síðustu 12-15 mánuðum hefur bara vaxtahækkunin ein og sér þurrkað upp allan þennan ávinning. Ef Seðlabankinn telur að þetta sé gert með hag heimilanna eða launafólks að leiðarljósi, þá skil ég ekki orðið hagfræði í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að í lífskjarasamningum 2019 hafi verið fallist á hófstilltar launahækkanir þar sem í staðinn áttu að koma vaxtalækkanir sem myndu auka ráðstöfunartekjur fólks. Vextirnir voru í 4,25% þegar samið var og þeir fóru niður í 0,75. Nú eru þeir aftur komnir í 5,75%. Launafólk hafi í millitíðinni staðið við allt sitt - þannig að aðrir þurfi nú að axla ábyrgðina. Ef skilaboðin eru þau að ekki sé hægt að sækja launahækkanir í komandi kjarasamningum, talar Vilhjálmur á þá leið að ekki sé hægt að verða við því. „Það liggur alveg fyrir að það er ekki hægt að leggja á herðar launafólks látlaust tugþúsundahækkanir á útgjöldum heimilanna í hverjum einasta mánuði. Eina tækifærið sem launafólk hefur til að rétta sinn hag af er þegar kjarasamningar eru lausir,“ segir Vilhjálmur. Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld: Kjaramál ASÍ Seðlabankinn Tengdar fréttir „Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33 Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Það var tiltölulega fyrirséð að til vægrar vaxtahækkunar kæmi í ákvörðun Seðlabankans í gær, 0,25 prósentustig. En það sem hefur vakið meiri athygli eru ummæli seðlabankastjóra. Hann sagði að seðlabankinn hefði nú lagt sitt af mörkum og spurði hvort stjórnvöld og vinnumarkaðurinn hygðust nú gera slíkt hið sama. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir þessi skilaboð seðlabanka fyrirsjáanleg en engu að síður sorgleg. „Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt að því leytinu til að þegar við semjum um 90 þúsund króna hækkun í fjögurra ára samningi, sem gerir í kringum 23-24 þúsund krónur á ári í launahækkun, að á síðustu 12-15 mánuðum hefur bara vaxtahækkunin ein og sér þurrkað upp allan þennan ávinning. Ef Seðlabankinn telur að þetta sé gert með hag heimilanna eða launafólks að leiðarljósi, þá skil ég ekki orðið hagfræði í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að í lífskjarasamningum 2019 hafi verið fallist á hófstilltar launahækkanir þar sem í staðinn áttu að koma vaxtalækkanir sem myndu auka ráðstöfunartekjur fólks. Vextirnir voru í 4,25% þegar samið var og þeir fóru niður í 0,75. Nú eru þeir aftur komnir í 5,75%. Launafólk hafi í millitíðinni staðið við allt sitt - þannig að aðrir þurfi nú að axla ábyrgðina. Ef skilaboðin eru þau að ekki sé hægt að sækja launahækkanir í komandi kjarasamningum, talar Vilhjálmur á þá leið að ekki sé hægt að verða við því. „Það liggur alveg fyrir að það er ekki hægt að leggja á herðar launafólks látlaust tugþúsundahækkanir á útgjöldum heimilanna í hverjum einasta mánuði. Eina tækifærið sem launafólk hefur til að rétta sinn hag af er þegar kjarasamningar eru lausir,“ segir Vilhjálmur. Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld:
Kjaramál ASÍ Seðlabankinn Tengdar fréttir „Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33 Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33
Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent