Hneyksluð á tilkynningu Sigurðar: „Mér finnst þetta alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 10:31 Sigurður Höskuldsson hættir sem þjálfari Leiknis eftir tímabilið. vísir/Diego Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni voru vægast sagt ekki hrifin af þeirri ákvörðun að Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, skyldi í gær tilkynna sínum leikmönnum að hann myndi hætta sem þjálfari þeirra eftir tímabilið. Leiknismenn eru í bullandi fallbaráttu, einu stigi fyrir ofan FH sem situr í fallsæti í Bestu deildinni. Liðin mætast í leik upp á líf og dauða í Kaplakrika á sunnudaginn. Guðmundur greindi frá því í gær að Sigurður hefði tilkynnt leikmönnum á æfingu að hann myndi láta af störfum eftir mótið. Sagði Guðmundur ástæðuna þá að Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals sem eftir tímabilið fengi Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfara KA, sem aðalþjálfara. Það eru hins vegar fjórar umferðir eftir af Bestu deildinni og líf Leiknismanna í deildinni hangir á bláþræði: „Hvers vegna í andskotanum erum við að tilkynna það eitthvað að við ætlum að hætta, þegar það eru fjórir leikir eftir upp á líf og dauða?“ spurði Guðmundur þau Mána Pétursson og Margréti Láru Viðarsdóttur en brot úr Stúkunni má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um brotthvarf Sigurðar „Skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða“ „Ég á ekki til orð yfir þessu,“ sagði Máni. „Mér finnst þetta svo galið. Ég held að þetta séu frábær tíðindi fyrir FH-ingana að mæta Leiknismönnum svona gíruðum: „Heyrðu, þjálfarinn okkar er að fara að hætta, og við erum hérna í botnbaráttu“. Ég skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða. Búum við í þannig slúðursamfélagi að það þurfi allir alltaf að vera að tala? Þó að þetta hefði verið orðrómur þá hefði þetta bara getað verið einhver orðrómur. Menn trúa ekki öllu sem sagt er í hlaðvarpsþáttum, alla vega fæstir sem ég þekki. Mér finnst þetta alveg galið og ekki góð tíðindi fyrir Leiknismenn. Það er líka ekki þægilegt fyrir Sigga að ætla að fara að gíra partíið áfram núna,“ sagði Máni og Margrét Lára tók í sama streng. „Allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari“ Guðmundur sagði að Arnar Grétarsson hefði hringt í leikmann Leiknis og spurst fyrir um hvernig þjálfari Sigurður væri, og að hann hefði fengið mjög góð meðmæli. Málið hefði svo verið klárað og Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals „Siggi er allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari,“ sagði Máni sem vill að Sigurður reyni áfram fyrir sér sem aðalþjálfari: „Fyrir mér er þetta einn efnilegasti þjálfari sem við eigum og ég væri mest hrifinn af því að hann myndi stýra sinni eigin skútu. Að hann væri ekki bara þarna að skipta um segl, ef maður orðar það þannig.“ Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stúkan Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Leiknismenn eru í bullandi fallbaráttu, einu stigi fyrir ofan FH sem situr í fallsæti í Bestu deildinni. Liðin mætast í leik upp á líf og dauða í Kaplakrika á sunnudaginn. Guðmundur greindi frá því í gær að Sigurður hefði tilkynnt leikmönnum á æfingu að hann myndi láta af störfum eftir mótið. Sagði Guðmundur ástæðuna þá að Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals sem eftir tímabilið fengi Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfara KA, sem aðalþjálfara. Það eru hins vegar fjórar umferðir eftir af Bestu deildinni og líf Leiknismanna í deildinni hangir á bláþræði: „Hvers vegna í andskotanum erum við að tilkynna það eitthvað að við ætlum að hætta, þegar það eru fjórir leikir eftir upp á líf og dauða?“ spurði Guðmundur þau Mána Pétursson og Margréti Láru Viðarsdóttur en brot úr Stúkunni má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um brotthvarf Sigurðar „Skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða“ „Ég á ekki til orð yfir þessu,“ sagði Máni. „Mér finnst þetta svo galið. Ég held að þetta séu frábær tíðindi fyrir FH-ingana að mæta Leiknismönnum svona gíruðum: „Heyrðu, þjálfarinn okkar er að fara að hætta, og við erum hérna í botnbaráttu“. Ég skil ekki af hverju þessi tilkynning mátti ekki bíða. Búum við í þannig slúðursamfélagi að það þurfi allir alltaf að vera að tala? Þó að þetta hefði verið orðrómur þá hefði þetta bara getað verið einhver orðrómur. Menn trúa ekki öllu sem sagt er í hlaðvarpsþáttum, alla vega fæstir sem ég þekki. Mér finnst þetta alveg galið og ekki góð tíðindi fyrir Leiknismenn. Það er líka ekki þægilegt fyrir Sigga að ætla að fara að gíra partíið áfram núna,“ sagði Máni og Margrét Lára tók í sama streng. „Allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari“ Guðmundur sagði að Arnar Grétarsson hefði hringt í leikmann Leiknis og spurst fyrir um hvernig þjálfari Sigurður væri, og að hann hefði fengið mjög góð meðmæli. Málið hefði svo verið klárað og Sigurður yrði aðstoðarþjálfari Vals „Siggi er allt of góður þjálfari til að vera aðstoðarþjálfari,“ sagði Máni sem vill að Sigurður reyni áfram fyrir sér sem aðalþjálfari: „Fyrir mér er þetta einn efnilegasti þjálfari sem við eigum og ég væri mest hrifinn af því að hann myndi stýra sinni eigin skútu. Að hann væri ekki bara þarna að skipta um segl, ef maður orðar það þannig.“
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Stúkan Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn