Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 07:31 Hans Niemann tjáði sig í fyrsta sinn eftir ásakanir um að hafa svindlað í margfalt fleiri skákum en hann hafði áður viðurkennt. YouTube/Saint Louis Chess Club Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira