Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 07:31 Hans Niemann tjáði sig í fyrsta sinn eftir ásakanir um að hafa svindlað í margfalt fleiri skákum en hann hafði áður viðurkennt. YouTube/Saint Louis Chess Club Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Sjá meira
Fyrr í þessari viku kom fram að samkvæmt rannsókn Chess.com væri líklegt að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði svindlað í yfir 100 skákum á netinu. Áður hafði heimsmeistarinn Magnus Carlsen sakað Niemann um svindl, í kjölfarið á tapi gegn honum á móti í síðasta mánuði, og hætt leik gegn honum í mótmælaskyni. „Ha? Er þetta allt og sumt?“ Niemann er nú mættur á bandaríska meistaramótið. Eftir öruggan sigur þar í fyrsta leik, gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo, var búist við að Niemann myndi tjá sig um skákina á blaðamannafundi í kjölfarið, eins og hefð er fyrir. En hann var fyrst spurður um „fílinn í herberginu“ með vísun í hið stóra hneykslismál sem ásakanirnar gegn honum felast í. „Þessi leikur var skilaboð til allra. Þetta hófst allt á því að ég sagði „skákin talar fyrir sig sjálf“ og ég held að þessi skák hafi talað fyrir sig sjálf og sýnt þann skákmann sem ég er. Hún sýndi líka að ég mun ekki draga mig í hlé og ég ætla að tefla eftir bestu getu hérna, burtséð frá allri pressu,“ sagði Niemann og tilkynnti svo að hann myndi ekki tjá sig frekar. „Ha? Er þetta allt og sumt? Allt í lagi,“ sagði hálfhlæjandi Yasser Seirawan sem stýrði fundinum. Samkvæmt rannsókn Chess.com á Niemann að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. Skýrsla Chess.com er 72 blaðsíðna löng og í henni er einnig fjallað um óvenjulega hraðan uppgang Niemann í skákheiminum á verulega skömmum tíma. Nokkur dæmi séu um að hann hafi teflt óvenjulegar skákir, án þess að tekist hafi að sanna svindl í þeim tilfellum. Ekki er staðfest að Niemann hafi svindlað annars staðar en á netinu en kerfi Chess.com til að greina svindl er sagt afar nákvæmt, samkvæmt sérfræðingi VG. Kerfi vefsíðunnar ber leiki skákmannsins saman við leiki sem skáktölvur hafa reiknað út. Ásakanirnar á hendur Niemann hófust með óljósu skoti frá Carlsen á samfélagsmiðlum, eftir keppni þeirra á Sinquefield-mótinu í síðasta mánuði, en í síðustu viku sendi Carlsen svo frá sér skýra yfirlý singu og sakaði Niemann um svindl. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að skákinni á mikilvægum stöðum,“ sagði Carlsen.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Sjá meira