Aðalsjokkið fyrir utan dauðsfallið að átta sig ekki á andlegum veikindum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2022 10:31 Kristján hefur slegið í gegn með Hlaðvarpið Jákastið. Kristján Hafþórsson er tveggja barna faðir og eiginmaður sem ákvað fljótlega eftir að faðir hans svipti sig lífi að mikilvægt væri að vera meðvitaður um hvernig maður tekst á við erfiðleika. Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ísland í dag Jákastið Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ísland í dag Jákastið Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira