Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2022 20:01 Páll Winkel fangelsismálstjóri segir aðstöðuna til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslega. Hann segir brýnt að bregðast við athugasemdum Umboðsmanns barna. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús
Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07