Spilakassarekstur Rauða krossins Alma Hafsteinsdóttir skrifar 4. október 2022 09:00 Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögulega veit fólk ekki um önnur „fjáröflunarverkefni” Rauða krossins, rekstur spilakassa. Rauði krossinn á Íslandi á og rekur eina hörðustu og skaðlegustu fjáröflunarleið sem þekkist. Þar standa spilafíklar að mestu vaktina og ástvinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Samtök áhugafólks um spilafíkn af stað með átakið lokum.is. Þar deildu spilafíklar og ástvinir þeirra reynslu sinni af spilakössum. Átakinu var ætlað að opna umræðuna og upplýsa almenning um skaðsemi spilakassa. Í daglegu lífi verður meirihluti almennings ekki var við spilakassarekstur Rauða krossins, fólk er almennt ekki að spila í spilakössum. Spilafíklar eru ekki að leggja málefnum Rauða krossins lið heldur að spila í spilakössum vegna þess að þeir eru haldnir spilafíkn, spilafíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila. Spilafíklar á Íslandi sem standa undir verulegum hluta tekna Rauða krossins af spilakössum eru á bilinu 1000 - 2000 einstaklingar. Um er að ræða mjög jaðarsettan og fámennan hóp. Einstaklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum samtökum sem Rauði krossinn er. Opinberlega ræða forsvarsmenn Rauða krossins aldrei vanda spilafíkla, þann ómælda harmleik sem spilafíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr afleiðingum spilakassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skaðlegt og jafnvel reyna að draga úr trúverðugleika spilafíkla og þeirra sem vekja máls á skaðsemi spilakassa. Vísa þeir ávallt í hversu mikilvægar þessar tekjur eru. En spilakassareksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórnvalda til að starfrækja innlenda netspilun sem í daglegu tali nefnist fjárhættuspil á netinu, allt í nafni mannúðar og góðgerðarmála. Vert er að taka fram að samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Ljóst er að þau grunngildi sem Rauði krossinn birtir á heimasíðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spilafíkn. Ef grunngildin væru í hávegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spilakassa. Það er skylda Rauða krossins á Íslandi að upplýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verkefni sem er, um spilakassarekstur sinn. Annað er ósiðlegt. Í betra og mannúðlegra samfélagi væri Rauði krossinn á Íslandi að leita til almennings um frjáls framlög, framlög t.d. í formi mannvina af því að stjórn Rauða krossins ákvað að hætta rekstri spilakassa. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögulega veit fólk ekki um önnur „fjáröflunarverkefni” Rauða krossins, rekstur spilakassa. Rauði krossinn á Íslandi á og rekur eina hörðustu og skaðlegustu fjáröflunarleið sem þekkist. Þar standa spilafíklar að mestu vaktina og ástvinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Samtök áhugafólks um spilafíkn af stað með átakið lokum.is. Þar deildu spilafíklar og ástvinir þeirra reynslu sinni af spilakössum. Átakinu var ætlað að opna umræðuna og upplýsa almenning um skaðsemi spilakassa. Í daglegu lífi verður meirihluti almennings ekki var við spilakassarekstur Rauða krossins, fólk er almennt ekki að spila í spilakössum. Spilafíklar eru ekki að leggja málefnum Rauða krossins lið heldur að spila í spilakössum vegna þess að þeir eru haldnir spilafíkn, spilafíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila. Spilafíklar á Íslandi sem standa undir verulegum hluta tekna Rauða krossins af spilakössum eru á bilinu 1000 - 2000 einstaklingar. Um er að ræða mjög jaðarsettan og fámennan hóp. Einstaklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum samtökum sem Rauði krossinn er. Opinberlega ræða forsvarsmenn Rauða krossins aldrei vanda spilafíkla, þann ómælda harmleik sem spilafíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr afleiðingum spilakassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skaðlegt og jafnvel reyna að draga úr trúverðugleika spilafíkla og þeirra sem vekja máls á skaðsemi spilakassa. Vísa þeir ávallt í hversu mikilvægar þessar tekjur eru. En spilakassareksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórnvalda til að starfrækja innlenda netspilun sem í daglegu tali nefnist fjárhættuspil á netinu, allt í nafni mannúðar og góðgerðarmála. Vert er að taka fram að samkvæmt lögum eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Ljóst er að þau grunngildi sem Rauði krossinn birtir á heimasíðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spilafíkn. Ef grunngildin væru í hávegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spilakassa. Það er skylda Rauða krossins á Íslandi að upplýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verkefni sem er, um spilakassarekstur sinn. Annað er ósiðlegt. Í betra og mannúðlegra samfélagi væri Rauði krossinn á Íslandi að leita til almennings um frjáls framlög, framlög t.d. í formi mannvina af því að stjórn Rauða krossins ákvað að hætta rekstri spilakassa. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun