Jón Axel spilaði með Grindavík í gær: Bíður enn tilboða frá Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 12:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilaði með karlaliði Grindavíkur í körfubolta sem vann ÍR 81-80 í æfingaleik í aðdraganda tímabilsins í Subway-deild karla í gærkvöld. Jón Axel hefur verið án liðs í sumar og orðaður við Grindvíkinga, en kveðst þó enn bíða tilboðs frá meginlandi Evrópu. Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Jón Axel er 25 ára gamall og lék síðast með Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Þar áður var hann á mála hjá Fortitudo Bologna á Ítalíu, hvar hann var frá ágúst í fyrra fram í janúar þegar hann skipti til Þýskalands. Hann hafði þá áður leikið með Skyliners Frankfurt í Þýskalandi leiktíðina 2020 til 2021. Jón Axel var í æfingabúðum Golden State Warriors í Bandaríkjunum í sumar og lék með liðinu í Sumardeild NBA. Síðan þá hefur hann æft með uppeldisfélaginu, Grindavík, sem er samkvæmt heimildum Vísis ólmt að fá hann til liðsins fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla sem hefst á fimmtudagskvöldið. Grindavík sækir þá KR heim í Vesturbæinn. Jón Axel spilaði með Grindavík í síðasta æfingaleik liðsins fyrir mót í gær en segist enn vera að skoða sín mál í samtali við Vísi. „Það er ekkert 100 prósent hjá mér. Ég var bara að skoða hvernig ég fýlaði að vera innan um hópinn en er enn að bíða eftir boði frá Evrópu eins og staðan er í dag,“ sagði Jón Axel við Vísi í dag. Hann segir þá töluverð meiðsli í hópnum hjá Grindavík og að hann hafi viljað viðhalda leikformi og hafi þess vegna spilað leikinn. Sú ákvörðun þurfi ekki að gefa til kynna að hann sé að semja við liðið. Auk möguleika í Evrópu stendur Jóni einnig til boða að spila með varaliðum NBA-liða í hinni svokölluðu G-deild NBA. Samkvæmt frétt mbl.is stendur Jóni til boða að spila fyrir Santa Cruz Warriors, varalið Golden State, auk varaliða Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks og Chicago Bulls. Körfuboltakvöld hitar upp fyrir komandi tímabil í kvöld. Þátturinn er á dagskrá beint eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Hann hefst klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport) Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta Fimmtudagur 6. október 18:15 Þór Þorlákshöfn - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19:15 KR - Grindavík 19:15 ÍR - Njarðvík 20:15 Valur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 22:00 Tilþrifin (Stöð 2 Sport) Föstudagur 7. október 18:15 Haukar - Höttur (Stöð 2 Sport) 20:15 Keflavík - Tindastóll (Stöð 2 Sport) 22:00 Subway körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira