Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2022 13:31 Brandur Bryndísarson Karlsson ásamt Rahul Bharti. Aðsend Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi. Erfiðleikar og framfarir Blaðamaður ræddi við Brand um ferlið á bak við myndina og það sem framundan er. „Ferlið hefur verið fullt af erfiðleikum og framförum. Hugmyndin um að maður fær út úr því það sem maður setur í það á svo sannarlega við hér,“ segir Brandur og bætir við: „Nú er Rahul kominn til að vera með mér og mun vinna áfram að því að koma mér á fætur á ný eftir meira en áratug í hjólastól.“ View this post on Instagram A post shared by Atomy Documentary (@atomy_documentary) Myndin var sem áður segir frumsýnd í gærkvöldi en verður aftur sýnd næstkomandi fimmtudag, 6. október, klukkan 22:00. Brandur segist hafa kviðið fyrir að sjá myndina og endurupplifa það sem hann fór í gegnum en hann hlakkaði á sama tíma til. Hann segir samstarfið við Loga hafa verið öflugt. „Hann Logi er klárlega með einhvern drifkraft og náðargáfu sem er búin að veita mér hvatningu í gegnum þetta allt saman. Það verður gaman að heyra hvað öðrum finnst.“ View this post on Instagram A post shared by Atomy Documentary (@atomy_documentary) List og jarðfræði Brandur er listamaður og vinnur nú að einkasýningunni Erupt! sem verður samhliða listamessunni Torg á Korpúlfsstöðum. Sýningin opnar 15. október næstkomandi. „Erupt er sýning sem var lengi í mótun en kom svo öll út á stuttum tíma.“ Brandur segist vera allt annar maður í dag en hann var fyrir þremur árum.Aðsend Brandur segist sækja innblástur til foreldra sinna sem bæði eru heimsvirtir jarðfræðingar. „Sýningin dregur athygli að því magnaða starfi sem íslenskir jarðfræðingar lagt til og aukið þekkingu okkar á jarðfræði og hegðun eldgosa.“ Þetta er fimmta einkasýning Brands en fyrri sýningar hans hafa snúist um leit hans að tengingu við náttúruna og að horfa inn á við til að sjá hvernig allt breytist með tíma og ástundun. Hann segir að lokum að fyrir honum sé myndin Atomy sérstök áminning um akkúrat það. „Þegar ég horfi á sjálfan mig fyrir þremur árum þá finnst mér ég vera alveg annar maður í dag.“ Menning Myndlist Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Fimm daga hringferð Brands lokið 8. apríl 2017 19:30 Málar landslag með munninum Brandur Bjarnason Karlsson hefur náð mikilli leikni í að mála með pensil í munninum. Hann segir það hafa verið furðu auðvelt að ná tökum á þessari list. 9. maí 2017 10:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Erfiðleikar og framfarir Blaðamaður ræddi við Brand um ferlið á bak við myndina og það sem framundan er. „Ferlið hefur verið fullt af erfiðleikum og framförum. Hugmyndin um að maður fær út úr því það sem maður setur í það á svo sannarlega við hér,“ segir Brandur og bætir við: „Nú er Rahul kominn til að vera með mér og mun vinna áfram að því að koma mér á fætur á ný eftir meira en áratug í hjólastól.“ View this post on Instagram A post shared by Atomy Documentary (@atomy_documentary) Myndin var sem áður segir frumsýnd í gærkvöldi en verður aftur sýnd næstkomandi fimmtudag, 6. október, klukkan 22:00. Brandur segist hafa kviðið fyrir að sjá myndina og endurupplifa það sem hann fór í gegnum en hann hlakkaði á sama tíma til. Hann segir samstarfið við Loga hafa verið öflugt. „Hann Logi er klárlega með einhvern drifkraft og náðargáfu sem er búin að veita mér hvatningu í gegnum þetta allt saman. Það verður gaman að heyra hvað öðrum finnst.“ View this post on Instagram A post shared by Atomy Documentary (@atomy_documentary) List og jarðfræði Brandur er listamaður og vinnur nú að einkasýningunni Erupt! sem verður samhliða listamessunni Torg á Korpúlfsstöðum. Sýningin opnar 15. október næstkomandi. „Erupt er sýning sem var lengi í mótun en kom svo öll út á stuttum tíma.“ Brandur segist vera allt annar maður í dag en hann var fyrir þremur árum.Aðsend Brandur segist sækja innblástur til foreldra sinna sem bæði eru heimsvirtir jarðfræðingar. „Sýningin dregur athygli að því magnaða starfi sem íslenskir jarðfræðingar lagt til og aukið þekkingu okkar á jarðfræði og hegðun eldgosa.“ Þetta er fimmta einkasýning Brands en fyrri sýningar hans hafa snúist um leit hans að tengingu við náttúruna og að horfa inn á við til að sjá hvernig allt breytist með tíma og ástundun. Hann segir að lokum að fyrir honum sé myndin Atomy sérstök áminning um akkúrat það. „Þegar ég horfi á sjálfan mig fyrir þremur árum þá finnst mér ég vera alveg annar maður í dag.“
Menning Myndlist Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Fimm daga hringferð Brands lokið 8. apríl 2017 19:30 Málar landslag með munninum Brandur Bjarnason Karlsson hefur náð mikilli leikni í að mála með pensil í munninum. Hann segir það hafa verið furðu auðvelt að ná tökum á þessari list. 9. maí 2017 10:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Málar landslag með munninum Brandur Bjarnason Karlsson hefur náð mikilli leikni í að mála með pensil í munninum. Hann segir það hafa verið furðu auðvelt að ná tökum á þessari list. 9. maí 2017 10:30