Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 08:01 Erling Haaland og Jack Grealish fagna einu af mörkunum þremur sem Norðmaðurinn skoraði í gær. Getty/Michael Regan „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. Hinn 22 ára Haaland hefur komið eins og sannkallaður stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í fótbolta og skorað 14 mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Þar af eru þrjár þrennur, á heimavelli gegn United, Nottingham Forest og Crystal Palace. Hefð er fyrir því í enska boltanum að skori menn þrennu fái þeir að eiga keppnisbolta úr leiknum og er Haaland því strax búinn að eignast þrjá bolta. Norðmaðurinn fékk eiginhandaráritanir frá liðsfélögum sínum á boltann í gær og vakti skemmtileg kveðja frá Laporte sérstaka athygli: „Ég er búinn að skrifa á fleiri bolta út af þrennum hjá þér heldur en á samninga,“ skrifaði Laporte á boltann eins og sjá má hér að neðan. Aymeric @Laporte's message on @ErlingHaaland's match ball: "I have signed more balls for your hat-tricks than contracts." [via @carrusel] https://t.co/f6Fj9dRsm2— City Xtra (@City_Xtra) October 2, 2022 Laporte hélt svo áfram að gantast á samfélagsmiðlum eftir leikinn og sagði ljóst að í því myndi felast umtalsverður kostnaður að Haaland fengi alltaf bolta eftir þrennurnar sínar. This is going to cost a lot of money in foot balls lol https://t.co/8DgApdnu5r— Aymeric Laporte (@Laporte) October 2, 2022 Haaland þurfti aðeins átta leiki til að skora þrjár fyrstu þrennur sínar í ensku úrvalsdeildinni. Á það hefur verið bent til samanburðar að Cristiano Ronaldo, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, hefur skorað jafnmargar þrennur í sínum 232 leikjum í deildinni. Premier League hat tricks:3 Erling Haaland (8 matches)3 Cristiano Ronaldo (232 matches) pic.twitter.com/um8moufg2s— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Ronaldo spilaði í deildinni frá 18-24 ára aldurs og sneri svo aftur fyrir ári síðan, 36 ára gamall. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagðist eftir leikinn í gær hafa haldið Ronaldo á varamannabekknum af „virðingu“ við leikmanninn, í stað þess að láta hann taka þátt í þeirri hálfgerðu jarðarför sem fór fram. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Hinn 22 ára Haaland hefur komið eins og sannkallaður stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í fótbolta og skorað 14 mörk í fyrstu átta leikjum sínum. Þar af eru þrjár þrennur, á heimavelli gegn United, Nottingham Forest og Crystal Palace. Hefð er fyrir því í enska boltanum að skori menn þrennu fái þeir að eiga keppnisbolta úr leiknum og er Haaland því strax búinn að eignast þrjá bolta. Norðmaðurinn fékk eiginhandaráritanir frá liðsfélögum sínum á boltann í gær og vakti skemmtileg kveðja frá Laporte sérstaka athygli: „Ég er búinn að skrifa á fleiri bolta út af þrennum hjá þér heldur en á samninga,“ skrifaði Laporte á boltann eins og sjá má hér að neðan. Aymeric @Laporte's message on @ErlingHaaland's match ball: "I have signed more balls for your hat-tricks than contracts." [via @carrusel] https://t.co/f6Fj9dRsm2— City Xtra (@City_Xtra) October 2, 2022 Laporte hélt svo áfram að gantast á samfélagsmiðlum eftir leikinn og sagði ljóst að í því myndi felast umtalsverður kostnaður að Haaland fengi alltaf bolta eftir þrennurnar sínar. This is going to cost a lot of money in foot balls lol https://t.co/8DgApdnu5r— Aymeric Laporte (@Laporte) October 2, 2022 Haaland þurfti aðeins átta leiki til að skora þrjár fyrstu þrennur sínar í ensku úrvalsdeildinni. Á það hefur verið bent til samanburðar að Cristiano Ronaldo, einn albesti knattspyrnumaður sögunnar, hefur skorað jafnmargar þrennur í sínum 232 leikjum í deildinni. Premier League hat tricks:3 Erling Haaland (8 matches)3 Cristiano Ronaldo (232 matches) pic.twitter.com/um8moufg2s— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Ronaldo spilaði í deildinni frá 18-24 ára aldurs og sneri svo aftur fyrir ári síðan, 36 ára gamall. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagðist eftir leikinn í gær hafa haldið Ronaldo á varamannabekknum af „virðingu“ við leikmanninn, í stað þess að láta hann taka þátt í þeirri hálfgerðu jarðarför sem fór fram.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02 Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31 Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. 3. október 2022 07:02
Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. 2. október 2022 21:31
Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. 2. október 2022 14:51