Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 07:44 Óeirðirnar brutust út á Kanjuruhan leikvanginum í Malang. Hendra Permana/AP Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils. Indónesía Fótbolti Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils.
Indónesía Fótbolti Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira