Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 07:44 Óeirðirnar brutust út á Kanjuruhan leikvanginum í Malang. Hendra Permana/AP Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils. Indónesía Fótbolti Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils.
Indónesía Fótbolti Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira