Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu Snorri Másson skrifar 1. október 2022 19:36 Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“ Neyðin virtist meiri en hún var í raun þegar á fjórða hundrað manns tóku þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Tveimur flugvélum átti að hafa lent saman og á áttunda tug manna átti að hafa slasast. Allt var þetta leikið samviskusamlega og allir liðir atburðarásarinnar settir á svið. Fólk var meira að segja keyrt upp á sjúkrahús. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. „Við reynum að hafa þetta sem raunverulegast þannig að þau fái sem mest út úr æfingunni sjálfri og leikararnir leggja náttúrulega mikið á sig að leika þannig að þetta verði sem best fyrir okkur hin,“ sagði Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. Það er gífurlega mikið lagt í æfingu af þessum toga þannig að spurningin vaknar hvort þetta hafi raunverulega þýðingu þegar á hólminn er komið, að hafa farið í gegnum þetta allt á æfingu? „Klárlega, af því að við erum í rauninni að efla allt okkar hópslysaviðbragð hérna á þessu svæði, af því að við notum sama kerfi í útislysi, snjóflóði eða hvað sem er. Þannig að við erum að æfa alla ferlana - þetta er flugslys núna, en þetta er að efla okkur í okkar störfum.“ Eins ískyggilegt og ástandið kann að hafa blasað við í morgunsárið var árangurinn þegar æfingunni lauk um hádegisbil góður. Það er alltaf eitthvað sem má fara betur - eins gott að nú sé vitað hvað. Björgunarsveitir Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Neyðin virtist meiri en hún var í raun þegar á fjórða hundrað manns tóku þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Tveimur flugvélum átti að hafa lent saman og á áttunda tug manna átti að hafa slasast. Allt var þetta leikið samviskusamlega og allir liðir atburðarásarinnar settir á svið. Fólk var meira að segja keyrt upp á sjúkrahús. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. „Við reynum að hafa þetta sem raunverulegast þannig að þau fái sem mest út úr æfingunni sjálfri og leikararnir leggja náttúrulega mikið á sig að leika þannig að þetta verði sem best fyrir okkur hin,“ sagði Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. Það er gífurlega mikið lagt í æfingu af þessum toga þannig að spurningin vaknar hvort þetta hafi raunverulega þýðingu þegar á hólminn er komið, að hafa farið í gegnum þetta allt á æfingu? „Klárlega, af því að við erum í rauninni að efla allt okkar hópslysaviðbragð hérna á þessu svæði, af því að við notum sama kerfi í útislysi, snjóflóði eða hvað sem er. Þannig að við erum að æfa alla ferlana - þetta er flugslys núna, en þetta er að efla okkur í okkar störfum.“ Eins ískyggilegt og ástandið kann að hafa blasað við í morgunsárið var árangurinn þegar æfingunni lauk um hádegisbil góður. Það er alltaf eitthvað sem má fara betur - eins gott að nú sé vitað hvað.
Björgunarsveitir Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira