„Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. október 2022 14:31 GettyImages Ungt fólk ver að meðaltali 5 klukkustundum á dag með nefið ofan í farsímanum sínum. Það reiðir sig í æ minna mæli á fréttir úr hefðbundnum fjölmiðlum og fyllist kvíða og vanlíðan ef það er lengi án farsímans. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar. Spánn Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar þar sem rýnt var í farsímanotkun ungs fólks og hvar það sækir sér upplýsingar og fréttir. Vísinda- og nýsköpunarráðuneyti Spánar fjármagnaði rannsóknina, sem nokkrir háskólar í Evrópu stóðu að. Ungt fólk notar ekki Facebook Í einum hluta rannóknarinnar var tæplega 100 spænskum ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára gert að vera án farsímans í eina viku. Fyrst notuðu þau símann með eðlilegum hætti í eina viku og notkun þeirra skráð og rannsökuð. Þá notuðu þau símana í 5 klst. á dag að meðaltali og voru á samskipta og samfélagsforritum í 4 klukkustundir; aðallega í WhatsApp, Instagram og TikTok, nokkuð sem staðfestir með nokkuð óyggjandi hætti að Facebook er löngu hætt að vera samfélagsmiðill unga fólksins. Það er þar sem eldra fólkið hangir, og birtir myndir af börnum sínum og barnabörnum. Símaleysi veldur vanlíðan, kvíða og óöryggi Ungmennin lýstu því hvernig vikulangt símaleysið hefði fyllt þau vanlíðan, kvíða og óöryggi, þó einhverjir hafi haft á orði að því hefði líka fylgt ákveðin frelsun. „Ég las heila bók í fyrsta sinn í sex ár,“ sagði einn þátttakenda, á meðan annar sagðist hafa verið orðinn svo vanur því að vera alltaf með kveikt á GPS-appinu í símanum, að hann hefði keypt sér vegakort þegar símans naut ekki við. Þá hafði sá þriðji á orði að honum hefði fundist símaleysið mun erfiðara en að hætta að reykja. Flestir þátttakenda sögðust hafa verið í meiri samskiptum við fjölskyldu sína þessa símalausu viku, en að öllu jöfnu. Þá sagðist yfirgnæfandi meirihluta þátttakenda hafa verið samviskusamari en venjulega þegar kom að námi og heimavinnu þá vikuna sem þeir voru símalausir. Telja dagblaðakaup vera peningasóun Ungmennin sögðust mörg hver hafa saknað þess að fá ekki upplýsingar um viðburði sem þau gætu sótt. Þar gegni síminn ómetanlegu hlutverki. Meirihlutinn telur það ekki þjóna nokkrum tilgangi að eyða peningum í að kaupa dagblöð. Það sé fjárfesting í einhverju sem sé þegar búið að gerast, en internetið upplýsi fólk um það sem sé að gerast hér og nú. Þetta er í samræmi við niðurstöður könnunarinnar sem Reuters fréttaveitan og háskólinn í Oxford í Bretlandi framkvæmdu í fyrra. Þar kom í ljós að meðalaldur áskrifenda að dagblöðum er 47 ár. Í þessari sömu könnun var áberandi sú tilfinning ungs fólks að það eigi örðugt með að skilja orðfæri hefðbundinna fjölmiðla og framsetningu frétta. Upplýsingamiðlun framtíðar verður útþynnt og óáreiðanleg Aðalhvatinn að því að ráðast í þessa rannsókn, segir Pedro Farias, prófessor í blaðamennsku við háskólann í Málaga, voru vísbendingar um að ungt fólk sæki sér fréttir í æ minna mæli til viðurkenndra fjölmiðla og þeirra sem hafi menntun og starfa af því að skrifa fréttir og miðla upplýsingum og í þess meira mæli til annarra sem hafi óljósa og/eða enga tengingu við frétta- og fjölmiðla. Þannig blasi við, segir Pedro, að samfélag framtíðarinnar verði einfaldlega bara sátt við aukna útþynningu og óáreiðanleika frétta- og upplýsingamiðlunar.
Spánn Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira