Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. september 2022 08:40 Hrefna Sif tekur við af Sindra Má sem framkvæmdastjóri en samhliða þeim breytingum hefur Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth verið ráðinn en hann hefur mikla reynslu frá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða langstærsta miðasölufyrirtækið hér á landi en það annast sömuleiðis miðasölu fyrir menningarhús erlendis. Fyrirtækið mun nú heita Tixly á heimsvísu en þar sem Tix nafnið er vel þekkt af flestum Íslendingum mun gamla nafnið vera notað hér á landi. Hrefna Sif Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri „Við vildum finna nafn sem skæri sig algjörlega frá hinum á markaðnum og passaði um leið vel við okkar stefnu. Við erum þekkt fyrir að leysa daglegar áskoranir okkar viðskiptavina með skilvirkum og einföldum hætti. Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Hrefna. Hrefna Sif gegndi áður starfi rekstrarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2017 en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda fyrirtækisins. Sindri verður nú þróunarstjóri fyrirtækisins og mun einbeita sér alfarið að framþróun miðasölukerfisins. „Það er mikill fengur að fá Hrefnu til að stýra Tixly, hún hefur mikla þekkingu á starfsemi félagsins og hefur tekið þátt í hraðri sókn þess á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að hún sé rétta manneskjan til leiða félagið áfram á þeirri braut sem það er á og hjálpa okkur að ná enn meiri árangri í samstarfi við okkar samheldna hóp starfsfólks,“ segir Sindri. Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins. Hinn norski Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins frá og með fyrsta nóvember en hann hefur síðastliðin sautján ár starfað hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur hann mikla þekkingu og reynslu af bandaríska miðasölumarkaðnum og mun því veita stjórnendum Tixly dýrmæta innsýn. „Innkoma Kjells Arne mun styðja við áframhaldandi vöxt okkar erlendis enda með gríðarlega reynslu á því sviði sem mun án efa nýtast stjórnendum okkar vel og hjálpa okkur í að ná framtíðarmarkmiðum okkar,“ segir Sindri. Vistaskipti Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða langstærsta miðasölufyrirtækið hér á landi en það annast sömuleiðis miðasölu fyrir menningarhús erlendis. Fyrirtækið mun nú heita Tixly á heimsvísu en þar sem Tix nafnið er vel þekkt af flestum Íslendingum mun gamla nafnið vera notað hér á landi. Hrefna Sif Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri „Við vildum finna nafn sem skæri sig algjörlega frá hinum á markaðnum og passaði um leið vel við okkar stefnu. Við erum þekkt fyrir að leysa daglegar áskoranir okkar viðskiptavina með skilvirkum og einföldum hætti. Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Hrefna. Hrefna Sif gegndi áður starfi rekstrarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2017 en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda fyrirtækisins. Sindri verður nú þróunarstjóri fyrirtækisins og mun einbeita sér alfarið að framþróun miðasölukerfisins. „Það er mikill fengur að fá Hrefnu til að stýra Tixly, hún hefur mikla þekkingu á starfsemi félagsins og hefur tekið þátt í hraðri sókn þess á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að hún sé rétta manneskjan til leiða félagið áfram á þeirri braut sem það er á og hjálpa okkur að ná enn meiri árangri í samstarfi við okkar samheldna hóp starfsfólks,“ segir Sindri. Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins. Hinn norski Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins frá og með fyrsta nóvember en hann hefur síðastliðin sautján ár starfað hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur hann mikla þekkingu og reynslu af bandaríska miðasölumarkaðnum og mun því veita stjórnendum Tixly dýrmæta innsýn. „Innkoma Kjells Arne mun styðja við áframhaldandi vöxt okkar erlendis enda með gríðarlega reynslu á því sviði sem mun án efa nýtast stjórnendum okkar vel og hjálpa okkur í að ná framtíðarmarkmiðum okkar,“ segir Sindri.
Vistaskipti Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira