Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 12:07 Húsnæði Laugarnesskóla er komið til ára sinna og er farið að bera þess merki. Reykjavíkurborg Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, greindi foreldrum barna í skólanum frá því við skólasetningu í haust að ráðist yrði í úttekt á skólahúsnæðinu vegna gruns um að lekaskemmdir væru á skólanum. Rétt í þessu sendi hún foreldrum tölvupóst þar sem segir að úttektin hafi leitt í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir hafi fundist í þremur skólastofum, sem búið er að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Í samtali við Vísi segir Sigríður Heiða að öllum nemendum hafi þegar verið fundnar nýjar kennslustofur innan skólans, sem sé mjög heppilegt þar sem skólinn sé gjörsamlega sprunginn nú þegar. Langt í að ráðist verði í mikilvægar framkvæmdir Í tölvupóstinum til foreldra segir Sigríður Heiða að framkvæmdir séu þegar hafnar en að stærri framkvæmdir á borð við gluggaskipti þurfi að bíða til vors. Í samtali við Vísi segir hún að ástæða biðarinnar sé sú að ekki sé búið að bjóða verkið út og eftir það þurfi svo að panta rúðurnar. Það taki fleiri mánuði. Sigríður Heiða segir að lengi hafi staðið til að laga glugga skólans. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017, sem hafi verið vel unnar, en ekki skipt um glugga þá. Hvers vegna ekki getur hún ekki sagt til um og vísar á eignasvið Reykjavíkurborgar hvað það varðar. Foreldrar hvattir til að tilkynna veikindi Sem áður segir var ráðist í úttekt á húsnæði Laugarnesskóla eftir að nemendur og starfsfólk fór að sýna einkenni vegna myglu. „Ég vil ítreka við ykkur foreldra að láta okkur vita ef þið teljið að börn ykkar sýni einkenni sem má rekja til lekaskemmda og þá látum við skoða þau rými betur,“ segir í lok tölvupósts Sigríðar Heiðu til foreldra nemenda í skólanum. Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mygla Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, greindi foreldrum barna í skólanum frá því við skólasetningu í haust að ráðist yrði í úttekt á skólahúsnæðinu vegna gruns um að lekaskemmdir væru á skólanum. Rétt í þessu sendi hún foreldrum tölvupóst þar sem segir að úttektin hafi leitt í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir hafi fundist í þremur skólastofum, sem búið er að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Í samtali við Vísi segir Sigríður Heiða að öllum nemendum hafi þegar verið fundnar nýjar kennslustofur innan skólans, sem sé mjög heppilegt þar sem skólinn sé gjörsamlega sprunginn nú þegar. Langt í að ráðist verði í mikilvægar framkvæmdir Í tölvupóstinum til foreldra segir Sigríður Heiða að framkvæmdir séu þegar hafnar en að stærri framkvæmdir á borð við gluggaskipti þurfi að bíða til vors. Í samtali við Vísi segir hún að ástæða biðarinnar sé sú að ekki sé búið að bjóða verkið út og eftir það þurfi svo að panta rúðurnar. Það taki fleiri mánuði. Sigríður Heiða segir að lengi hafi staðið til að laga glugga skólans. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017, sem hafi verið vel unnar, en ekki skipt um glugga þá. Hvers vegna ekki getur hún ekki sagt til um og vísar á eignasvið Reykjavíkurborgar hvað það varðar. Foreldrar hvattir til að tilkynna veikindi Sem áður segir var ráðist í úttekt á húsnæði Laugarnesskóla eftir að nemendur og starfsfólk fór að sýna einkenni vegna myglu. „Ég vil ítreka við ykkur foreldra að láta okkur vita ef þið teljið að börn ykkar sýni einkenni sem má rekja til lekaskemmda og þá látum við skoða þau rými betur,“ segir í lok tölvupósts Sigríðar Heiðu til foreldra nemenda í skólanum.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mygla Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira