Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 12:07 Húsnæði Laugarnesskóla er komið til ára sinna og er farið að bera þess merki. Reykjavíkurborg Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, greindi foreldrum barna í skólanum frá því við skólasetningu í haust að ráðist yrði í úttekt á skólahúsnæðinu vegna gruns um að lekaskemmdir væru á skólanum. Rétt í þessu sendi hún foreldrum tölvupóst þar sem segir að úttektin hafi leitt í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir hafi fundist í þremur skólastofum, sem búið er að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Í samtali við Vísi segir Sigríður Heiða að öllum nemendum hafi þegar verið fundnar nýjar kennslustofur innan skólans, sem sé mjög heppilegt þar sem skólinn sé gjörsamlega sprunginn nú þegar. Langt í að ráðist verði í mikilvægar framkvæmdir Í tölvupóstinum til foreldra segir Sigríður Heiða að framkvæmdir séu þegar hafnar en að stærri framkvæmdir á borð við gluggaskipti þurfi að bíða til vors. Í samtali við Vísi segir hún að ástæða biðarinnar sé sú að ekki sé búið að bjóða verkið út og eftir það þurfi svo að panta rúðurnar. Það taki fleiri mánuði. Sigríður Heiða segir að lengi hafi staðið til að laga glugga skólans. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017, sem hafi verið vel unnar, en ekki skipt um glugga þá. Hvers vegna ekki getur hún ekki sagt til um og vísar á eignasvið Reykjavíkurborgar hvað það varðar. Foreldrar hvattir til að tilkynna veikindi Sem áður segir var ráðist í úttekt á húsnæði Laugarnesskóla eftir að nemendur og starfsfólk fór að sýna einkenni vegna myglu. „Ég vil ítreka við ykkur foreldra að láta okkur vita ef þið teljið að börn ykkar sýni einkenni sem má rekja til lekaskemmda og þá látum við skoða þau rými betur,“ segir í lok tölvupósts Sigríðar Heiðu til foreldra nemenda í skólanum. Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mygla Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, greindi foreldrum barna í skólanum frá því við skólasetningu í haust að ráðist yrði í úttekt á skólahúsnæðinu vegna gruns um að lekaskemmdir væru á skólanum. Rétt í þessu sendi hún foreldrum tölvupóst þar sem segir að úttektin hafi leitt í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir hafi fundist í þremur skólastofum, sem búið er að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Í samtali við Vísi segir Sigríður Heiða að öllum nemendum hafi þegar verið fundnar nýjar kennslustofur innan skólans, sem sé mjög heppilegt þar sem skólinn sé gjörsamlega sprunginn nú þegar. Langt í að ráðist verði í mikilvægar framkvæmdir Í tölvupóstinum til foreldra segir Sigríður Heiða að framkvæmdir séu þegar hafnar en að stærri framkvæmdir á borð við gluggaskipti þurfi að bíða til vors. Í samtali við Vísi segir hún að ástæða biðarinnar sé sú að ekki sé búið að bjóða verkið út og eftir það þurfi svo að panta rúðurnar. Það taki fleiri mánuði. Sigríður Heiða segir að lengi hafi staðið til að laga glugga skólans. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017, sem hafi verið vel unnar, en ekki skipt um glugga þá. Hvers vegna ekki getur hún ekki sagt til um og vísar á eignasvið Reykjavíkurborgar hvað það varðar. Foreldrar hvattir til að tilkynna veikindi Sem áður segir var ráðist í úttekt á húsnæði Laugarnesskóla eftir að nemendur og starfsfólk fór að sýna einkenni vegna myglu. „Ég vil ítreka við ykkur foreldra að láta okkur vita ef þið teljið að börn ykkar sýni einkenni sem má rekja til lekaskemmda og þá látum við skoða þau rými betur,“ segir í lok tölvupósts Sigríðar Heiðu til foreldra nemenda í skólanum.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mygla Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira