Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 09:05 Íbúi á Delray-strönd á Flórída hjólar fram hjá skemmdum bílum og braki sem fellibylurinn Ian skildi eftir sig. AP/Carline Jean/South Florida Sun-Sentinel Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. Ian var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land á Flórída með vindhraða upp á 67 metra á sekúndu. Hann var þá fimmti öflugasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna hvað varðar vindhraða. Seint í gærkvöldi hafði dregið úr krafti bylsins sem var þá kominn niður á fyrsta stig. Hann stefnir nú út á Atlantshafið. Ekki er vitað um mannskaða í Bandaríkjunum af völdum Ians en bátur með flóttamönnum frá Kúbu sökk í óveðrinu austur af Key West í gær. Bandaríska strandgæslan leitaði að 23 og fann þrjár manneskjur. Fjórum öðrum tókst að synda í land á Stock-eyju rétt austan við Key West. Enn er leitað að allt að tuttugu flóttamönnum úr lofti. Mikil sjávarflóð fylgdu fellibylnum. Flóðvatn fyllti meðal annars neðri hæð bráðamóttöku sjúkrahúss í Port Charlotte á vesturströnd Flórída og vindur reif hluta af þakinu á gjörgæsludeild þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyddist starfsfólk sjúkrahússins til þess að færa veikustu sjúklinga sína þar sem vatn flæddi inn á gjörgæsludeildina. *RARE* first person view of storm surge. This camera is 6 feet off the ground on Estero Blvd in Fort Myers Beach, FL. Not sure how much longer it keeps working. You ll see it live only on @weatherchannel #Ian pic.twitter.com/WwHtvgVxjY— Mike Bettes (@mikebettes) September 28, 2022 Í nágrannabænum Fort Myers bárust lögreglu símtöl frá fólki sem var fast inni í húsum sem flætt hafði inn í. Einnig bárust tilkynningar um áhyggjufullum aðstandendum fólks sem býr á flóðasvæðunum. Nær öll heimili og fyrirtæki í þremur sýslum misstu rafmagn vegna veðurofsans, alls um tvær milljónir talsins. Hamförunum er þó ekki lokið á Flórída. Búist er við því að sjávarflóð gæti náð tveimur metrum á norðausturströnd ríkisins í dag. Fellibylsviðvörun er enn í gildi víða. Ríkisstjórar Suður- og Norður-Karólínu, Georgíu og Virginíu hafa allir lýst yfir neyðarástandi ef leifar fellibyljarins skyldu stefna þangað. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ian var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land á Flórída með vindhraða upp á 67 metra á sekúndu. Hann var þá fimmti öflugasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna hvað varðar vindhraða. Seint í gærkvöldi hafði dregið úr krafti bylsins sem var þá kominn niður á fyrsta stig. Hann stefnir nú út á Atlantshafið. Ekki er vitað um mannskaða í Bandaríkjunum af völdum Ians en bátur með flóttamönnum frá Kúbu sökk í óveðrinu austur af Key West í gær. Bandaríska strandgæslan leitaði að 23 og fann þrjár manneskjur. Fjórum öðrum tókst að synda í land á Stock-eyju rétt austan við Key West. Enn er leitað að allt að tuttugu flóttamönnum úr lofti. Mikil sjávarflóð fylgdu fellibylnum. Flóðvatn fyllti meðal annars neðri hæð bráðamóttöku sjúkrahúss í Port Charlotte á vesturströnd Flórída og vindur reif hluta af þakinu á gjörgæsludeild þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyddist starfsfólk sjúkrahússins til þess að færa veikustu sjúklinga sína þar sem vatn flæddi inn á gjörgæsludeildina. *RARE* first person view of storm surge. This camera is 6 feet off the ground on Estero Blvd in Fort Myers Beach, FL. Not sure how much longer it keeps working. You ll see it live only on @weatherchannel #Ian pic.twitter.com/WwHtvgVxjY— Mike Bettes (@mikebettes) September 28, 2022 Í nágrannabænum Fort Myers bárust lögreglu símtöl frá fólki sem var fast inni í húsum sem flætt hafði inn í. Einnig bárust tilkynningar um áhyggjufullum aðstandendum fólks sem býr á flóðasvæðunum. Nær öll heimili og fyrirtæki í þremur sýslum misstu rafmagn vegna veðurofsans, alls um tvær milljónir talsins. Hamförunum er þó ekki lokið á Flórída. Búist er við því að sjávarflóð gæti náð tveimur metrum á norðausturströnd ríkisins í dag. Fellibylsviðvörun er enn í gildi víða. Ríkisstjórar Suður- og Norður-Karólínu, Georgíu og Virginíu hafa allir lýst yfir neyðarástandi ef leifar fellibyljarins skyldu stefna þangað.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira