Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2022 21:11 Atvikið átti sér stað á Heathrow flugvellinum í London. Vísir/Vilhelm Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira