„Skandall að hún sé að hætta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 13:00 Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik KA/Þórs og Hauka sem Norðankonur unnu 26-25. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik Þórs/KA og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina en hún tilkynnti nýverið að skórnir væru komnir upp í hillu. Hún var því til umræðu í Seinni bylgjunni. Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Sjá meira
Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Sjá meira