Ströggl og skerðing en býður upp á ferðalag um heiminn Stefán Árni Pálsson skrifar 28. september 2022 10:31 Hrönn Marinósdóttir er framkvæmdastjóri RIFF og hefur verið það í 19 ár. Á morgun verður RIFF sett í 19. skipti en stjórnandinn og upphafsmanneskja hátíðarinnar segir að myndirnar hafi aldrei verið fjölbreyttari eða meira spennandi. „Við erum að bjóða upp á ferðalag um heiminn. Þetta er í rauninni ódýrasta ævintýraferð sem þú getur farið í, bara umhverfis jörðina,“ segir Hrönn Marinósdóttir í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld en þar kynnti Sindri Sindrason sér hátíðina þar sem yfir 70 myndir verða sýndar. Hrönn fer yfir allskonar myndir sem eru til sýninga á RIFF að þessu sinni, alveg frá mynd um Múmínálfana yfir í svæsna hryllingsmynd. Einnig geta kvikmyndagestir séð heimildarmynd sem Sigurjón Sighvatsson sjálfur leikstýrir. Svo má sjá mynd sem ber nafnið Stelpugengið. „Hún fjallar um unga stelpu sem verður alveg svakalega vinsæl samfélagsmiðlastjarna. Vinir hennar gjörbreytast og foreldrar hennar í rauninni hætta að vinna og fara reka stelpuna með einskonar fyrirtæki. Þetta er mynd sem vekur mann til umhugsunar um gildi samfélagsmiðla og við ætlum að vera með umræðu eftir þessa mynd.“ Hrönn segir að kvikmyndirnar séu frá 57 löndum í heildina. RIFF var upphaflega MBA verkefni Hrannar. „Þetta er rosalegt ströggl. Það er vandamálið og það hefur verið mikil skerðing á opinberum framlögum til RIFF í ár, um þriðjungur. Helsta vandamálið er að við getum ekki séð hvað gerist á næsta ári. Það vantar velviljann hjá hinu opinbera. Mér finnst vanta meira samtal og mér finnst vanta að okkar starfsöryggi sé tryggt. Ég væri til í góðan kaffibolla með borgarstjóra og ráðherra og ég skal splæsa og ræða málin,“ segir Hrönn en sjá má innslagið í heild sinni hér að neðan. Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Horfðist í augu við eigin fordóma um Veru við gerð myndarinnar Tizza Covi og Rainer Frimmel verða viðstödd sýningunni á Veru á RIFF í næstu viku. Eins og fram hefur komið hér á Vísi er verðlaunamyndin Vera opnunarmynd hátíðarinnar í ár. 23. september 2022 15:49 Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. 22. september 2022 16:00 Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49 Vera opnar RIFF í ár Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum. 13. september 2022 10:44 Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira
„Við erum að bjóða upp á ferðalag um heiminn. Þetta er í rauninni ódýrasta ævintýraferð sem þú getur farið í, bara umhverfis jörðina,“ segir Hrönn Marinósdóttir í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld en þar kynnti Sindri Sindrason sér hátíðina þar sem yfir 70 myndir verða sýndar. Hrönn fer yfir allskonar myndir sem eru til sýninga á RIFF að þessu sinni, alveg frá mynd um Múmínálfana yfir í svæsna hryllingsmynd. Einnig geta kvikmyndagestir séð heimildarmynd sem Sigurjón Sighvatsson sjálfur leikstýrir. Svo má sjá mynd sem ber nafnið Stelpugengið. „Hún fjallar um unga stelpu sem verður alveg svakalega vinsæl samfélagsmiðlastjarna. Vinir hennar gjörbreytast og foreldrar hennar í rauninni hætta að vinna og fara reka stelpuna með einskonar fyrirtæki. Þetta er mynd sem vekur mann til umhugsunar um gildi samfélagsmiðla og við ætlum að vera með umræðu eftir þessa mynd.“ Hrönn segir að kvikmyndirnar séu frá 57 löndum í heildina. RIFF var upphaflega MBA verkefni Hrannar. „Þetta er rosalegt ströggl. Það er vandamálið og það hefur verið mikil skerðing á opinberum framlögum til RIFF í ár, um þriðjungur. Helsta vandamálið er að við getum ekki séð hvað gerist á næsta ári. Það vantar velviljann hjá hinu opinbera. Mér finnst vanta meira samtal og mér finnst vanta að okkar starfsöryggi sé tryggt. Ég væri til í góðan kaffibolla með borgarstjóra og ráðherra og ég skal splæsa og ræða málin,“ segir Hrönn en sjá má innslagið í heild sinni hér að neðan.
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Horfðist í augu við eigin fordóma um Veru við gerð myndarinnar Tizza Covi og Rainer Frimmel verða viðstödd sýningunni á Veru á RIFF í næstu viku. Eins og fram hefur komið hér á Vísi er verðlaunamyndin Vera opnunarmynd hátíðarinnar í ár. 23. september 2022 15:49 Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. 22. september 2022 16:00 Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49 Vera opnar RIFF í ár Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum. 13. september 2022 10:44 Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira
Horfðist í augu við eigin fordóma um Veru við gerð myndarinnar Tizza Covi og Rainer Frimmel verða viðstödd sýningunni á Veru á RIFF í næstu viku. Eins og fram hefur komið hér á Vísi er verðlaunamyndin Vera opnunarmynd hátíðarinnar í ár. 23. september 2022 15:49
Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. 22. september 2022 16:00
Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49
Vera opnar RIFF í ár Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum. 13. september 2022 10:44