Búast við þrjú til fjögur þúsund manns í Laugardalshöll á dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 11:31 Bólusett var í höllinni með hléum frá febrúar 2021 til febrúar 2022. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk geta slegið tvær flugur í einu höggi núna, fengið örvunarskammt gegn Covid og inflúensubólusetningu. Vísir/Vilhelm Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu. Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira