Arnar Þór: Ungu strákarnir fá stórt hlutverk gegn Albaníu Atli Arason skrifar 25. september 2022 10:45 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Juan Manuel Serrano Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur afar mikilvægt að Ísland sæki til sigurs gegn Albaníu á þriðjudaginn í leik þar sem ungu strákarnir fá að njóta sín. U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira